Eins og flestum er eflaust kunnugt er 11. nóvember orðinn einkar vinsæll útsölu dagur hjá flestum verslunum og viðskiptavinum þeirra. Þessi dagur er oftast kallaður 11.11 hér á landi en er kannski betur þekktur sem Singles Day, eða Dagur Einhleypra.

Þessi dagur á rætur sínar að rekja til Kína en þar var hann upphaflega nefndur Dagur Piparsveina. Lítill hópur háskólanema hóf að fagna þessum degi í kaldhæðni til að mótmæla þeim fjölmörgu hátíðum og hátíðardögum sem haldnir voru til höfuðs pörum eða hjónum – til að mynda Valentínusardeginum. Dagsetningin 11.11 var valin þar sem að tölustafurinn 1 er einfalt prik, sem er vinsælt kínverskt slanguryrði fyrir ógiftan einstakling sem bætir engum „greinum“ á fjölskyldutréð.

Það tók hinsvegar ekki langan tíma fyrir markaðsöflin að grípa þennan dag föstum tökum og fara að bjóða upp á síglæsilegri tilboð og útsölur ár hvert.

Í dag er Singles Day orðinn einn alstærsti söludagur í öllum heiminum, bæði þegar kemur að netverslun og ekki. Þó að dagurinn sé vissulega langstærstur í upphafslandinu Kína hafa vesturheimar fylgt hratt á eftir og bíða Íslendingar spenntir eftir deginum allt árið. Frumkvöðullinn Brynja Dan kynnti Dag Einhleypra fyrir Íslendingum árið 2015, og er hún á bakvið vefinn 1111.is þar sem haldið er utan um öll helstu og stærstu tilboðin á hverju ári.

Húsgagnahöllinn heldur að sjálfsögðu daginn hátíðlegan með ótal tilboðum, og mega viðskiptavinir hennar búast við glæsilegri útsölu. 

Verslun
Óskalisti
Mínar síður
0 items Karfa