Vikan í kringum Svartan Föstudag / Svartan Fössara (e. Black Friday) er án efa stærsta útsöluvika ársins á Íslandi og víðar.

Húsgagnahöllin var eitt af fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að bjóða upp á afslætti tengda þessum degi, og á ári hverju bjóðum við upp á ótrúleg tilboð alla vikuna.

En hvað er Svartur Föstudagur og afhverju er haldið upp á hann? Eins og svo margt annað markaðstengt má rekja rætur þessa dags til Bandaríkjanna.
Svarti Föstudagurinn sjálfur er fjórði föstudagurinn í nóvember á hverju ári og er almennt talinn upphaf jólaverslunartímans. Hann er haldinn með útsölum daginn eftir þakkargjörðarhátíðina og er hjá mörgum verslunum stærsti söludagur ársins.

Ástæða þessi tiltekni föstudagur er nefndur „svartur“ er að í gamla daga var hann haldinn sérstaklega til þess að breyta bókhaldstölum verslana úr rauðum í svartar, þ.e.a.s. úr mínus í plús.

Í dag er haldið upp á daginn út um allan heim (yfirleitt sem heil útsöluvika) og bjóða verslanir, eins og Húsgagnahöllin, upp á dúndur tilboð sem fólk bíður spennt eftir allt árið.

Sláðu inn leitarorð til að hefja leit.
Verslun
Óskalisti
Mínar síður
0 items Karfa