Mottur geta gert kraftaverk

Mottur geta gert kraftaverk

Húsgagnahöllin í samstarfi við Sólveigu innanhúss arkitekt tóku saman nokkur góð ráð þegar kemur að því hvernig velja skal réttu mottuna fyrir þig.

Velja rétta stærð

Þegar velja á mottu er mikilvægt að hún sé í réttri stærð. Best er ef mottan getur náð aðeins undir sófann, of lítil motta getur eyðilagt heildarrýmið og það sama á við ef mottan er of stór. Mikilvægast er að muna að mottan á að ramma inn húsgögnin í stofunni.

Skoða allar mottur hér

Ólíkar mottur við sama sófann

Þú finnur mottuna sem hentar þér í Höllinni, hér má sjá ólíka mottur við sama sófann og breytingin er ótrúleg!

Velja rétta litinn

Þegar valinn er litur á mottu þarf að passa að hún renni ekki saman við gólfefnið og hún matchi aðeins við litinn á sófanum og bæti lífi við stofuna.  Einnig er sniðugt að smávörur eins og púðar og skraut sé í sama lit og mottan því það setur oft punktinn yfir i-ið þegar horft er á heildarmyndina. 

Dökkar mottur undir koníaksbrúna sófa passar vel saman.

Fleiri góð ráð um val á húsgögnum í stofuna

Fylgdu okkur á Instagram þar birtum við hugmyndir fyrir falleg og lifandi heimili

Hér má finna Sólveigu innanhúss arkitekt á Instagram

Takk fyrir og sjáumst í Höllinni!