Mr & Mrs & strákarnir.
Mr & Mr´s ilmkallarnir eru ítölsk vöruhönnun & ilma ótrúlega vel, einnig geta þeir verið með læti ef það er áhugi fyrir því.
Það eru hjónin Mr. Massimo Esposito & Mrs.Simona Guerini sem stofnuðu Mr & Mr´s árið 2010 & markmiðið var að hanna hversdagslega vöru & færa yfir á næsta stig.

Mr. Massimo Esposito & Mrs.Simona Guerini
Með gríðalegan áhuga á ljósmyndun, listum & ferðalögum um allan heim hafa þau skapað ilmi frá öllum hornum heimsins til að nota í mjög svo tæknilega hönnun sína.
Vinsælasti „strákurinn“ er George sem er stór & hefur hann alltaf notið mikilla vinsælda. Síðan er annar „strákur“ sem heitir Niki & finnst ótrúlega gaman í bíltúr.
Myndbandið að neðan sýnir ykkur hvernig George hegðar sér.
George getur núna líka verið með læti. Nýjasta útfærslan af þessum flotta „strák“ kemur með innbyggðum hátalara sem þú getur tengt frá símanum þínum eða spjaldtölvunni í gegnum Bluetooth & spilað uppáhalds tónlistina þína. Einstaklega flott útfærsla í unglingaherbergi eða hvar sem er í húsinu.

Ótrúlega flottur þráðlaus hátalari.
George kemur í nokkrum mjög fallegum litum & áferðum.
Síðast en ekki síst þá má ekki gleyma litla „stráknum“. Hann heitir Niki & er fáanlegur til þessa að vera með okkur í bílnum. Í gegnum tíðina höfum við ekki haft mikið um það að segja þegar við viljum kaupa góða lykt í bílana okkar hérna á Íslandi þegar kemur að hönnun & ilmgjafa. Okkur finnst án efa Niki vera langfallegsti „strákurinn“ sem hægt er að fá núna í dag & fögnum við því að hafa loksins val um annað enn táslur & hangandi tré í speglunum okkar & gerum ráð fyrir að þeir fari bráðum að fást á betri bensínstöðvum landsins. Niki er það sniðugur að hann er með littla klemmu á bakinu sem fer í ristina á miðstöðinni í bílnum & gefur frá sér ilm & það er alltaf hægt að kaupa á hann fyllingar.

Niki
Margir eru pínu sérvitrir með litla „strákinn“ sumir reyna að finna alveg eins lit & bíllin þeirra er á, sumir eru glysgjarnir & vilja bara gull eða silfur litaðan Niki. Eina sem við hugsum að ef það er stærsta vandamálið þá eru bílaeigendur í topp málum.

eins á litinn
Kosturinn við Niki er að þegar hann er búin að festa sig við bílinn þinn þá hefur þú margt um það að segja hvernig hann lyktar því það er til fjölmargir ilmir sem festist síðan aftan á hann & alltaf hægt að kaupa bara fyllinguna. Ilmurinn er mjög endingagóður, en ekkert mál að skipta þegar maður vill þar sem hann er á mjög góðu verði.
Það er alltaf þeir sem eru svona pínu glysgjarnir & vilja að Niki sé skínandi fínn.

Niki í bleiku
Mr & Mr´s er ótrúlega flott ítalskt vörumerki sem við erum gríðalega ánægð að hafa hjá okkur. Þið getið komið við í Höllina & kíkt á „strákana“ mælum ekki með að þið verslið þá í gegnum vefverslunina okkar, það finnst engin lykt þar.
Hér að neðan er myndband um þennan heim þeirra hjóna.