Broste Nordic Sea

Nordic matarstellin er ein vinsælasta vara Broste Copenhagen. Útlit Nordic sea er hannað undir áhrifum frá norrænum strandlengjum þaðan sem grænblái liturinn kemur. Stellið er handgert og því hver hlutur sérstakur. Rákirnar eru allar handmálaðar og leirinn er „lifandi“ steinleir sem tekur á sig blæbrigði árstímans þar sem ýmislegt getur haft áhrif á umhverfið; svo sem hitastig, loft og vatn (þótt uppskriftin sé alltaf sú sama).

Tímalaus og klassíkst stell sem passar vel með einlitum hlutum, t.d. sandlitum, antíkbleikum, gylltum, svörtum eða hvítum.

Eins fallegur og leirinn er þá getur hann verið viðkvæmur. Leirinn er brenndur við vægari hita en t.d. postulín og herðist því ekki í sambanburði við það. Því getur brotnað upp úr honum við óeðlilegt og/eða mikið hnjask.
Eitt af því sem gerir þessi stell vinsæl er að hver hlutur í því er sérstakur — engir tveir hlutir eru nákvæmlega eins því leirinn er lifandi og tekur á sig blæbrigði umhverfisins. 

H_Broste_AW16_0540