Broste Sandvig

Fallegi Sandvig borðbúnaðurinn frá Broste Copenhagen er nefndur eftir fallegri strönd á dönsku eyjunni Bornholm. Hvert stykki í safninu er faglega handunnið sem leiðir til þess að hver hlutur er einstakur og gefur stellinu einstakan persónuleika

Eins fallegur og leirinn er þá getur hann verið viðkvæmur. Leirinn er brenndur við vægari hita en t.d. postulín og herðist því ekki í samanburði við það. Því getur brotnað upp úr honum við óeðlilegt og/eða mikið hnjask.

Eitt af því sem gerir þessi stell vinsæl er að hver hlutur í því er sérstakur — engir tveir hlutir eru nákvæmlega eins því leirinn er lifandi og tekur á sig blæbrigði umhverfisins.

Sandvig