Innblástur fyrir lifandi heimili

Nýr bæklingur með nýjustu straumum og stefnum í húsgögnum. Fáðu innblástur til að fegra heimilið og skoðaðu hvaða litir verða vinsælir í vor 🌱

Skoða bækling ➡

 

Fylgdu okkur á Instagram fyrir innblástur og hugmyndir fyrir falleg heimili

Skráðu þig á póstlistann þar sem þú átt möguleika á vinningi!

Rústrauður

Rústrauður litur er skemmtilegt mótvægi við þessa gráu tóna sem ríkt hafa svo lengi. Púðar, teppi eða aðrir rústrauðir aukahlutir lífga upp á rýmið og gefa þeim hlýju.

Gulir tónar

Gulleitir tónar í réttu magni lífga svo sannarlega upp á rými, örva andlega virkni og einbeitingu. Gulur litur táknar bjartsýni, gleði, hamingju, greind og orku.

Fjólublár og bleikur

Fjólublár er mildur en litríkur. Oft tengir fólk hann við kóngafólk, göfugleika, lúxus, kraft og metnað. En einnig sköpun, visku, glæsileika, hollustu, frið, dulúð og jafnvel töfra.

Bleikur getur verið róandi og talinn tengdur ást og góðvild. Í Evrópu hefur hann oft verið tengdur við næmni, blíðu, rómantík, bernsku og kærleika.

Grár

Grár litur táknar hlutleysi og jafnvægi. Grár er alltaf sígildur og er flottur grunnur með sterkum og líflegum litum.

Grænn og blár

Grænn tengist náttúrunni og kannski þess vegna er hann oft tengdur við innri ró. Einnig merkir hann heppni og heilsu.

Bláir tónar hafa verið vinsælir undanfarið. Blár er grunnlitur og tónar hans margir róandi. Blár táknar æðruleysi. stöðugleika, innblástur og visku.

Ljósir tónar

Ljósir og mjúkir tónar skapa hlýlegt og kvenlegt andrúmsloft. Ljós húsgögn sem blandað er saman við dekkri liti gefa rýminu ákveðna dýpt. Ljós litapalleta á ekki eingöngu við sumarið, hún hentar líka til að mýkja upp kalda vetrarstemminguna.

Góð ráð við val á húsgögnum

Húsgagnahöllin í samstarfi við Sólveigu innannhúss arkitekt tóku saman nokkur góð ráð þegar kemur að því að velja húsgögn og smámuni í stofuna.

Stofan er oft sá staður á heimilinu sem mestum tíma er varið og því mikilvægt að hún sé þægileg til að slappa af í, eða vera í góðum félagsskap.