Innblástur fyrir lifandi heimili

Nýr bæklingur með nýjustu straumum og stefnum í húsgögnum. Fáðu innblástur til að fegra heimilið og skoðaðu hvaða litir verða vinsælir í haust 🍂

Skoða bækling➡

Sendum frítt hvert á land sem er!

Fylgdu okkur á Instagram fyrir innblástur og hugmyndir fyrir falleg heimili

Skráðu þig á póstlistann þar sem þú átt möguleika á vinningi!

Gulir tónar

Gulir tónar hafa komið sterkir inn síðustu mánuði. Gulur, gylltur og bronslitur verða áfram áberandi í vöruúrvalinu í haust enda gulur litur tákn bjartsýni og gleði. Við höfum öll gott af því þessa dagana 💛

Rústrauður

Rústrauður litur er skemmtilegt mótvægi við þessa gráu tína sem ríkt hafa svo lengi. Púðar, teppi eða aðrir rústrauðir aukahlutir lífga upp á rýmið og gefa þeim hlýju.

Ljósir tónar

Ljósir og mjúkir tónar skapa hlýlegt og kvenlegt andrúmsloft. Ljós húsgögn sem blandað er saman við dekkri liti gefa rýminu ákveðna dýpt. Ljós litapalleta á ekki eingöngu við sumarið, hún hentar líka til að mýkja upp kalda vetrarstemminguna.

Grænn og dökkblár

Grænn og dökkblár gefa rýminu fágun. Litirnir í bland við gráan eða svartan skapar ákveðinn lúxus og gefur fágaðan blæ.

Svartur

Svartur litur heldur áfram að vera mjög vinsæll. Fallegt getur verið að taka húsgögn í svörtu og blanda saman með litum haustsins, hvort sem það er gulur, rústrauður, grænn eða dökkblár. Rýmið fær dýpt, fágun og aukna hlýju með smá lit í blandi við svart.

Góð ráð við val á húsgögnum

Húsgagnahöllin í samstarfi við Sólveigu innannhúss arkitekt tóku saman nokkur góð ráð þegar kemur að því að velja húsgögn og smámuni í stofuna.

Stofan er oft sá staður á heimilinu sem mestum tíma er varið og því mikilvægt að hún sé þægileg til að slappa af í, eða vera í góðum félagsskap.