Hvað hentar þínu heimili?

Skoðaðu lífsstíl þinn áður en þú velur hvaða við þú velur. Ef þú ert t.d. með borðstofuborð sem verður notað sem framlenging á eldhúsinu er líklegt að þú notir það mikið, ekki bara við máltíðir, heldur einnig við að útbúa mat og bakstur, vinna heimanám eða handverk. Ef þetta er raunin skaltu frekar velja eitthvað frjálslegra í stíl og efni. Leitaðu að endingargóðu efni sem auðvelt er að þrífa, kannski hentar hér laminerað borð. Ef borðið fer í formlega borðstofu sem er frekar notuð við sérstök tækifæri geturðu frekar valið eitthvað með viðkvæmri áferð ef þú vilt. Við vitum að börn sóða út og jafnvel rispa borð og húsgögn. Ef þú átt ung börn ættir þú að forðist viðkvæm efni og velja frekar borð sem er auðvelt að þrífa, lamineruð, lökkuð eða húðað hvort sem það er gljáandi eða matt.

Við þrif skaltu hafa í huga að nota náttúruleg efni á náttúruleg borð.

Viður

Viður tekur stöðugum breytingum, litir hans breytast hægt og rólega eftir því sem árin líða og form hans getur gert það einnig. Ef um gegnheilan við er að ræða eru líkurnar á þessu jafnvel meiri, gegnheill viður getur tekið breytingum í breyttu rakastigi, þarna geta til dæmis hillur og borðplötur orðið hrjúfari eða jafnvel undið upp á sig. Árhringir vissra viðartegunda; svo sem eins og beykis og furu geta spennst upp og myndað glufur. Hvorugt ætti að hafa áhrif á húsgagnið, viður er lifandi efni og tekur því eðlilegum breytingum. Margar viðartegundi taka hvað mestum breytingum í upphafi. Því gæti verið gott að forðast að láta hluti standa á húsgagninu fyrstu mánuði til að forðast „skugga“ eftir hlutinn. Eftir því sem meiri sól umlykur húsgagnið þeim mun meiri hætta á litabreytingum. Forðist að nota vatn og varist járn þar sem það litar eik og skilur eftir sig bletti.

Gegnheill viður þarf andrými. Látið lofta vel um viðinn og forðist efni sem loka fyrir loft (svo sem eins og plast- eða vaxdúkar) nema í  örfáar klukkustundir í senn. Ef viðurinn fær ekki að anda getur hann myndað sprungur. Gegnheilt beyki er sérstaklega viðkvæmt fyrir þessu. Hefðbundinn þurrkaður viður er gerður fyrir rými með rakastig á bilinu 30-60%. Ekki geyma við á stað þar sem rakastig sveiflast hratt (eins og í óupphituðum geymslum, háaloftum eða skúrum). Innihúsgögn þola heldur ekki að standa úti.

 

Stækkanleg borð:
Hafðu í huga að flestar viðarstækkanir munu verða ljósari en borðplatan þar sem borðin dökkna með tímanum (nema að stækkunin sé í söðugri notkun). Ef um olíuborið borð er að ræða og þú ert með stækkanir skaltu bera á stækkanir um leið til að forðast frekari litamun.

Olíuborinn viður

Olíuborinn viður þarf olíu reglulega. Berðu á hann áður en þú tekur húsgagnið í notkun og svo með um 3-4 mánaða millibili, gott að að miða t.d. við jól, páska og sumarfrí. Ef hluturinn stendur í mikilli sól þarf þó að bera á hann oftar. Þetta tryggir bæði að viðurinn haldi sér, springi ekki eða klofni en líka að hann dragi ekki í sig allan raka sem hann nær í (þannig myndast til dæmis glasaför í borð, jafnvel bara eftir vatnsglas).

Ómeðhöndlaður viður

Ómeðhöndlaður/opinn viður er viðkvæmur hvað varðar raka og olíu. Sumir kjósa að hafa viðinn án olíu eða lakks, hafa hann opinn. Þessi viður er mjög fallegur en á meðan viðurinn er opinn er hann mjög viðkvæmur fyrir rakablettum, m.a. blettum eftir glös eða bolla því hann reynir að ná sér í allan raka eða olíu sem hann finnur. Þessi viður er því betri á borð eins og skrif- eða skrautborð.

Lakkaður viður

Lakkaður viður þarf í raun enga meðhöndlun. Hann eru með lakkhúð sem hefur þann kost að ekki þarf að bera á hlutinn en þann galla að ef lakkið rispast þarf stærri aðgerðir en hér eru til að laga það.

Hvítolíuborinn viður

Hvítolíuborinn viður þarf olíu. Notið eingöngu hvía olíu en borðið mun hægt og rólega verða ögn hvítara með árunum. Annars gilda sömu reglur og um annan olíuborinn við: Berðu á viðinn áður en þú tekur hann í notkun og svo með um 3-4 mánaða millibili, gott að að miða t.d. við jól, páska og sumarfrí. Ef hluturinn stendur í mikilli sól þarf þó að bera á hann oftar. Þetta tryggir bæði að viðurinn haldi sér, springi ekki eða klofni en líka að hann dragi ekki í sig allan raka sem hann nær í (þannig myndast til dæmis glasaför í borð, jafnvel bara eftir vatnsglas).

Grátóna/reyklitur viður

Reyklit eik eða annar viður þarf einnig olíu. Notið eingöngu samlita olíu en borðið mun hægt og rólega verða ögn dekkra með árunum. Alls ekki nota glæra olíu, annars verður viðurinn flekkóttur. Annars gilda sömu reglur og um annan olíuborinn við: Berðu á viðinn áður en þú tekur hann í notkun og svo með um 3-4 mánaða millibili, gott að að miða t.d. við jól, páska og sumarfrí. Ef hluturinn stendur í mikilli sól þarf þó að bera á hann oftar. Þetta tryggir bæði að viðurinn haldi sér, springi ekki eða klofni en líka að hann dragi ekki í sig allan raka sem hann nær í (þannig myndast til dæmis glasaför í borð, jafnvel bara eftir vatnsglas).

Vaxborinn viður

Þurrkið alltaf af borðinu með þurrum klút, aldrei nota blautan eða rakan klút eða tusku. Ef hellist á borðið þarf að þurrka allan raka strax. Bletti má þá aðeins reyna að hreinsa á meðan flöturinn er algerlega þurr.

Marmari

Marmari þarf olíu. Berðu á borðið þitt áður en þú tekur það í notkun. Sérfræðingar mæla með því að borið sé á allan marmara á 3-6 mánaða fresti til að varðveita gæði steinsins (þá er t.d. hægt að miða við að lágmarki jól, páska, sumarfrí eins og gildir um viðinn hér ofar). Þetta myndar vörn fyrir marmarann og lokar honum þar sem marmari er mjög opið efni. Athugið að þetta gildir jafnt um flísar, bretti og borð.

Útihúsgögn

Flest útihúsgögn þurfa vörn (nema þau sem eru t.d. út plasti). Berðu á útihúsgögnin áður en þú tekur þau í notkun og aftur áður en þú setur þau í geymslu fyrir veturinn.