Tilboð

Bermuda útisófasett m/borði svart

Fallegt garðsett úr svörtu Polyrattan (8 mm flötu fléttuefni). Ofið utan um dufthúðaða járngrind (sinkrör). Sófanum fylgir temprað gler, 2+2 setpullur, festingar og 6 þægilegar bakpullur úr svampi en áklæði er úr pólýester. Hægt að raða á marga vegu.

Breidd: 210 cm    Dýpt: 210 cm   Hæð: 80 cm    

Vörunúmer: 20202161 Flokkur: Merki:

Er varan fáanleg í verslun nálægt þér ?

  • Til í vefverslun
  • Húsgagnahöllin
  • Akureyri
  • Ísafjörður

89.995 kr.

Á lager

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Setja á gjafalista

Login or register

Breyttu stillingum og skoðaðu pantanir

Nýskráning

Við áskiljum okkur rétt til að nota persónuupplýsingarnar þínar til að meðhöndla pöntunina og bæta þjónustuna okkar. Lestu nánar í Persónuverndarstefnu.

Vöru bætt á lista! Skoða gjafalista

Lýsing

Þægilegt og stílhreint garðsett sem inniheldur tvær einingar og tvö horn ásamt gleri sem passar á horneiningu. Því má skipta út pullu fyrir gler á horneiningu og nota sem borð (eða geyma glerið og nota báða sem sæti og/eða skammel). Því má raða einingunum upp á marga vegu; t.d. sem fjögurra sæta sófa með tveimur tungum, 6 sæta sófalengju, sem bæli eða sem tveimur legubekkjum.

Grindin er dufthúðuð með svartri húð. Þegar hún er notað á stál veitir dufthúðun verndarhúð sem hjálpar við að koma í veg fyrir tæringu stálsins, stálið verður endingarbetra og þolir umhverfið betur. Það verður þó ekki algerlega ryðfrítt nema á meðan og þar sem dufthúðin er algerlega heil. Í öllum pullum er D20 svampur, áklæði þar utan um er 230 gms, grátt pólýesteráklæði. Það hrindir ögn frá sér vatni en er ekki vatnshelt. Glerið er 5 mm temprað og því fylgja fjögur plaststykki til að verja hornin. Önnur horneiningin hefur 4 fastar sogskálar til að halda glerinu á sínum stað og hentar sú eining því betur sem borð (en auðvitað líka sem sæti ef glerið er tekið af (ekki má nota glerið undir sessu ef nota á eininguna sem sæti)).

Íslensk veðrátta er óstöðug og ófyrirsjáanleg og ekki er hægt að ábyrgjast að vara þoli hvaða veður sem er. Við hvetjum því alltaf viðskiptavini okkar að hafa í huga að taka inn garðhúsgögn þegar við á, t.d. þegar spáir mjög miklum vindi/ofsaveðri. Athugið einnig að breiða yfir pullur eða taka þær þegar spáir miklu regni þar sem þær eru ekki vatnsheldar.

Bakpullur eru 45×65 cm. Sessur eru 72×72 cm og hæð þeirra er 10 cm.

Sjá samsetningu sófans hér (opnast sem pdf)

Frekari upplýsingar

Þyngd 250 kg
Ummál 210 × 210 × 80 cm