Um okkur


Húsgagnahöllin er ótrúlega en satt 50 ára gömul verslun & er landsmönnum vel kunnug.

Á síðustu 3 árum hefur Höllin tekið mjög miklum breytingum bæði hvað varðar útlit & vöru úrval. Nýir eigendur komu að Húsgagnahöllinni fyrir um 3 árum síðan með þá sýn að gera Höllina eina af bestu húsgagna & gjafavöruverslunum á Íslandi.

Stór þáttur í því var að endurhanna verslunina frá grunni til að viðskiptavinirnir fengju sem besta upplifun við komuna í Höllina. Var fengin í það verkefni ein þekktasta arkitektastofa í Skandinavíu sem heitir Ambiente & sérhæfir sig í að hanna verslanir & sýningarbása fyrir helstu vörumerki heims.  Hægt er að sjá myndirnar frá breytingum á heimasíðu Ambiente HÉR

Annar stór þáttur í nýrri & betri Húsgagnahöll er allt okkar góða starfsfólk.  Það hefur gaman af því sem það tekur sér fyrir hendur og kappkostar sig við að uppfylla þarfir viðskiptavina okkar, þetta snýst allt um ykkur.

Vöruúrval Húsgagnahallarinnar hefur verið stóraukið á síðustu 3 árum.  Við erum með eitt mesta úrval af gjafa & smávörum frá þekktustu hönnuðum um heim allan. Einnig höfum við stóraukið úrvalið af fallegum húsgögnum fyrir heimilið þitt & bætum við nýjum vörum vikulega.

Innkaupa teymi Húsgagnahallarinnar eru  stöðugt á tánum. Þau fylgjast vel með straumum og stefnum því við viljum vera viss um að bjóða upp á það sem viðskiptavinir okkar eru að leyta eftir & líka á rétta verðinu.

Okkur hlakkar til að halda áfram að veita ykkur góða þjónustu & upplifun þegar þið komið að heimsækja Höllina ykkar.

Best kveðjur,

Starfsfólk Húsgagnahallarinnar.

 


BACK TO HOMEPAGE