Eftirfarandi persónuverndarstefna gildir um allar þær  persónuupplýsingar sem Húsgagnahöllin ehf. gæti safnað um notendur heimasíðu Húsgagnahallarinnar eða í gegnum önnur stafræn samskipti.

Fyrirtækið hefur persónuvernd og öryggi þeirra gagna sem því er treyst fyrir í fyrirrúmi. Í eftirfarandi skilmálum er tekið fram hvaða persónuupplýsingum er safnað, í hvaða tilgangi og hvernig er farið með þau gögn.

Húsgagnahöllin ehf. (kt. 450712-1590) er ábyrgðaraðili þeirra persónupplýsinga sem fyrirtækinu er treyst fyrir. Fyrirspurnir varðandi meðferð persónuupplýsinga má senda á husgagnahollin@husgagnahollin.is.

Persónuupplýsingar eru þær persónugreindu eða persónugreinanlegu upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, samkvæmt skilgreiningu persónuverndarlaga. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

Persónuverndarstefna Húsgagnahallarinnar ehf., er samkvæmt gilandi lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga; sjá nánar hér.

Húsgagnahöllin leggur sig fram við að takmarka vinnslu persónulegra upplýsinga og að safna ekki óþörfum upplýsingum um viðskiptavini sína.

HVERNIG SAFNAR HÚSGAGNAHÖLLIN UPPLÝSINGUM UM ÞIG?

Þegar þú heimsækir og notar vefsíðu Húsgagnahallarinnar þarft þú að gefa upp ákveðnar upplýsingar um þig, ásamt því að upplýsingar verða til um heimsókn þína.

  • Til dæmis má taka að ekki er hægt að leggja inn pöntun án þess að gefa upp nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, greiðsluupplýsingar og/eða greiðslukortaupplýsingar. Vert er að minnast á að Húsgagnahöllin ehf geymir engar kortaupplýsingar og fær einungis upplýsingar um hvort greiðsla hafi gengið í gegn eður ei.
  • Dæmi um upplýsingar sem verða til við heimsókn þína eru persónugreinanlegar upplýsingar á borð við landfræðilega staðsetningu, upplýsingar um tæki sem notað er við heimsóknina (d. skjástærð, stýrikerfi, tegund vafra o.s.frv.), tungumálastillingar, vafrastillingar og IP tala.

Án ofangreindra upplýsinga getur Húsgagnahöllin ekki uppfyllt kröfur viðskiptavina um viðskipti og þjónustu.

HVAÐA AÐFERÐIR ERU NOTAÐAR TIL AÐ SAFNA UPPLÝSINGUM?

Húsgagnahöllin ehf. notast við vefmælingar frá Google Analytics. Sú þjónusta skráir ýmis atriði um heimsóknir á vef Húsgagnahallarinnar og má þar helst nefna dagsetning heimsókna og viðvera, gerð tækis sem heimasíðan er heimsótt úr, tegund vafra og tegund stýrikerfis.

Húsgagnahöllin ehf. notast við tölvupóstþjónstu Klaviyo. Sú þjónusta skráir viss atriði um notendur sem þeir gefa upp við nýskráningu eða þegar lögð er inn pöntun. Má þar helst nefna nafn, netfang, dagsetning heimsóknar, innihald körfu, fjölda pantanna, gerð tækis sem heimasíðan er heimsótt úr, tegund vafra og tegund stýrikerfis.

Húsgagnahöllin notar vafrakökur (e. cookies). Lesa má nánar um vafrakökur hér.

RÉTTINDIN ÞÍN

Einstaklingar hafa fullan rétt á og geta óskað eftir að Húsgagnahöllin ehf. veiti honum upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið býr yfir og um vinnslu og meðferð þeirra gagna.

Einstaklingar hafa rétt á því í ákveðnum tilfellum að persónuupplýsingar um hann séu leiðréttar eða þeim eytt, t.a.m. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega safnað.

Vilji einstaklingar ekki láta eyða upplýsingum sínum, t.d. vegna þess að hann þarf á þeim að halda til að verjast kröfu, en vill samt sem áður að þær séu ekki unnar frekar af hálfu fyrirtækisins getur hann óskað eftir því að vinnsla þeirra verði takmörkuð.

Sé vinnsla á persónuupplýsingum einstaklings byggð á lögmætum hagsmunum fyrirtækisins á hann einnig rétt á að mótmæla þeirri vinnslu.

Framangreind réttindi einstaklingsins eru þó ekki fortakslaus. Þannig kunna lög að skylda fyrirtækið til að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum. Þá getur fyrirtækið hafnað beiðni hans vegna réttinda fyrirtækisins, s.s. á grundvelli hugverkaréttar, eða réttinda annarra aðila, s.s. til friðhelgi einkalífs, telji fyrirtækið þau réttindi vega þyngra. Réttindi þín til að mótmæla vinnslu í markaðssetningar tilgangi er þó skilyrðislaus.

Einstaklingi verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verða við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Einstaklingur getur kvartað til Persónuverndar (www.personuvernd.is) ef Húsgagnahöllin ehf. neitar að afhenda honum ákveðnar upplýsingar eða ef einstaklingur er ósáttur við vinnslu Húsgagnahöllin ehf. á persónuupplýsingum.

Ef upp koma aðstæður þar sem að fyrirtækið getur ekki orðið við beiðni einstaklings mun fyrirtækið leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.