Opnir brúðargjafalistar:

BrúðhjónBrúðkaupsdagur
Júlía og Orri31/08/2024
Lilja og Victor17/08/2024

Brúðargjafalistar

  • Til að stofna lista þarf viðskiptavinur að vera innskráður.
  • Búðu til nýjan lista með nafni brúðhjóna og dagsetningu brúðkaups til að auðvelda vinum og ættingjum að finna listann.
  • Fyllið út notendaupplýsingar, a.m.k. símanúmer og netfang svo hægt sé að færa ykkur gjafabréf eftir brúðkaupið.
  • Hægt er að stilla listann á þrjá vegu:

Opinn: Listinn er sýnilegur öllum og allir geta verslað af honum.
Lokaður:
Aðeins notandinn sem stofnaði listann og starfsmenn Húsgagnahallarinnar geta séð listann. Enginn getur flett honum upp eða verslað af honum.

Falinn: Listinn er ekki sýnilegur neinum nema þeim sem stofnuðu listann og starfsmönnum, en hægt er að deila hlekk á listann. Þeir sem hafa hlekk á listann geta skoða hann og verslað af honum.

  • Listinn þarf að vera Opinn eða Falinn til að hægt sé að versla vörur af honum. Ekki er hægt að kaupa vörur af Lokuðum listum. Ef þú vilt vinna í listanum áður en þú deilir honum mælum við með að hafa hann Lokaðan og breyta svo í Opinn eða Falinn þegar hann er tilbúinn.
  • Þegar listi hefur verið stofnaður birtist hnappur við vörur í vefverslun sem býður þér að setja vörur á brúðargjafalistann. Á hnappinum stendur “Setja á brúðargjafalista”.
  • Fjöldi tiltekinnar vöru er skilgreindur í brúðargjafalistanum sjálfum.
  • Einnig er hægt að bæta vörum á brúðargjafalistann inn á brúðargjafalistanum sjálfum. Hægt er að leita eftir vöruheiti eða vörunúmeri.

Verslað af brúðargjafalista

Eftir brúðkaupið fá brúðhjón 15% af andvirði þess sem verslað er að brúðargjafalistanum þeirra í formi gjafabréfs í Húsgagnahöllina.

Til þess að hægt sé að rekja öll kaup á rétta brúðargjafalista er mikilvægt að eftirfarandi skrefum sé fylgt:

  • Vefverslun: Opna þarf viðkomandi brúðargjafalista og setja þær vörur sem versla á í körfuna úr listanum sjálfum. Ef varan er sett í körfu á annan máta (til dæmis af vöruspjaldinu sjálfu) er ekki hægt að rekja kaupin á réttan brúðargjafalista.
  • Verslanir Húsgagnahallarinnar: Ef vörur af brúðargjafalistanum eru verslaðar í verslunum Húsgagnahallarinnar þarf að biðja starfsmann um að merkja við í viðkomandi brúðargjafalista.