Húsgagnahöllin

Frá því að land okkar byggðist höfum við Íslendingar almennt búið við veðráttu sem kallar á meiri inniveru en margar þjóðir þekkja.

Við höfum því alltaf viljað gera heimili okkar að eins hlýlegum griðastað og völ er á og má með sanni segja að við kunnum ýmislegt fyrir okkur þegar kemur að því að gera heimilin okkar falleg og notaleg.

Í seinni tíð höfum við verið ófeimin við djarfar breytingar frá því sem áður tíðkaðist. Innblásturinn í dag kemur úr öllum áttum en hver hefur sinn stíl og hentugleika.

"Aðeins það bezta er nógu gott"

Vandað vöruúrval í 60 ár

Frá árinu 1964 hefur Húsgagnahöllin sérhæft sig í sölu vandaðra húsgagna og innanstokksmuna. Þökk sé þessari miklu reynslu búum við yfir einstakri þekkingu á þörfum Íslendinga þegar kemur að húsgögnum og öðrum smávörum og tryggir að vöruúrval okkar endurspeglist í því.

Í gegnum árin hefur Húsgagnahöllin þróað með sér sérstakan skilning á því hvernig fylla skuli heimili með fallegum húsgögnum sem einnig þjóna tilgangi. Við leggjum ríka áherslu á að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu sem byggir á reynslu og fagmennsku, og aðstoðum þau við val á húsgögnum sem þjóna þeirra þörfum og smekk.

Húsgagnahöllin er því ekki bara verslun með húsgögn, heldur hluti af íslensku samfélagi sem hefur í 60 ár aðstoðað Íslendinga við að gera heimilið sitt að höllinni sinni.

Vörumerki

Við höfum alla tíð lagt okkur fram við að bjóða einungis upp á vönduð vörumerki sem við getum verið stollt af; vörumerki sem eru þekkt fyrir gæði, hönnun og áreiðanleika 

Vöruflokkar

Það er okkur hjartans mál að notendaupplifunin þín á heimasíðunni okkar sé fyrsta flokks. Partur af því er ítarleg og auðskiljanleg vöruflokkun, ásamt greinargóðum síum.

Smelltu hér til að skoða vefverslunina.

Sófar (434)

Hægindastólar (406)

Borð (257)

Styttur & Borðskreytingar (199)

Kerti (207)

Borðhald (1032)