Afgreiðsla netpantana

Um netpantanir sóttar í Reykjavík:
Vörur keyptar í netverslun má nálgast næsta virka dag (utan sérstakra álagsdaga). Smávara er sótt í verslun en húsgögn á lagerinn okkar að Holtavegi 8 (sjá hér). Til að fá vöru afhenda af lagernum þarf að afhenda reikning úr versluninni á Bíldshöfða.

Um netpantanir sem óskast sendar á höfuðborgarsvæðinu:
Sendingarkostnaður er ekki inni í verði í vefverslun. Sendingarkostnaður smávöru* sem send er með Póstinum er greiddur við afhendingu, pantanir smávöru yfir 10.000 kr eru sendar á okkar kostnað. Flutningskostnaður húsgagna innan höfuðborgarsvæðis er greiddur við afhendingu samkvæmt verðskrá flutningsaðila. Athugið að ef keypt er vara sem þarf tvo menn; rúm, gafl sófi eða annað rúmfrekt þarf burðarmaður að vera á staðnum en annars er hægt að panta tvo menn. Greitt er aukalega fyrir annan mann.

Um netpantanir sem óskast sendar á landsbyggðina:
Sendingarkostnaður er ekki inni í verði í vefverslun. Sendingarkostnaður smávöru* sem send er með Póstinum er greiddur við afhendingu, pantanir smávöru yfir 10.000 kr eru sendar á okkar kostnað. Verðskrá fyrir flutningskostnað húsgagna má nálgast á heimasíðum flestra flutningsfyrirtækja.

*Smávara er vara í samnefndum flokki.