Um netpantanir sóttar í Reykjavík:
Pantanir í netverslun má nálgast næsta virka dag (utan sérstakra álagsdaga) á lagernum okkar að Korputorgi í Reykjavík. Afgreiðsla lagersins er opin alla virka daga frá 10-18 og laugardaga 13-17 (lokað á rauðum dögum). Afhending er við gámahurðir 11 og 12 bakatil við Korputorg.

Um netpantanir sem óskast sendar á höfuðborgarsvæðinu:
Sendingarkostnaður er ekki inni í verði í vefverslun. Smávörur eru sendar með Póstinum. Flutningskostnaður húsgagna innan höfuðborgarsvæðis er greiddur við afhendingu samkvæmt verðskrá flutningsaðila. Athugið að ef keypt er vara sem þarf tvo menn; rúm, gafl sófi eða annað rúmfrekt þarf burðarmaður að vera á staðnum en annars er hægt að panta tvo menn. Greitt er aukalega fyrir annan mann.

Um netpantanir sem óskast sendar á landsbyggðina:
Sendingarkostnaður er ekki inni í verði í vefverslun. Smávörur eru sendar með Póstinum. Verðskrá fyrir flutningskostnað húsgagna má nálgast á heimasíðum flestra flutningsfyrirtækja.
Reiknivél Póstsins – Reiknivél Samskipa

Allar vörur eru sendar frá vöruhúsinu okkar í Reykjavík, ef valið er að fá afhent í verslun á Akureyri eða Ísafirði þá þarf fyrst að senda vöruna þangað frá vöruhúsinu okkar í Reykjavík.