Cayla er svefnsófi með klassísku útliti sem passar vel inn á flest heimili. Hann er búinn einstaklega þægilegri dýnu sem sameinar Nozag fjöðrun, pokagormum og mjúkum HyperSoft svampi í efsta lagi. Þessi samsetning tryggir mýkt, sveigjanleika og góða öndun – bæði í setstöðu og svefni.
Áklæðið er með rennilás og má fjarlægja og þvo við 30 gráður, sem gerir þrif auðveld. Auðvelt er að skipta um áklæði eða endurnýja – án þess að þurfa að kaupa nýjan sófa. Þetta er bæði hagkvæmt og umhverfisvænt.
Cayla er einnig með rúmgott geymslurými undir sessunni sem er auðvelt að nálgast með því að lyfta henni upp. Með því að fjarlægja bakpúðana má nota hann sem einstaklingsrúm og þegar bakið er lagt niður verður úr þægilegu rúmi fyrir tvo.