Kare Glenn consoleborð dökkgrátt/marmari

Vörunúmer 84888

159.990 kr.

Glenn console borðið er meira en borð, það er stíl­yfirlýsing sem lyftir rýminu og fangar augað.


Er varan til í verslun nálægt þér?

  • Uppselt í vefverslun
  • Húsgagnahöllin - sýningareintak
  • Akureyri
  • Ísafjörður

Sérpöntun

Hér getur þú sérpantað vörur frá okkur. 

Við staðfestingu á sérpöntun þarf að greiða 30% innborgun á vöruna. Ef vara er til hjá birgja er áætlaður afhendingartími 4 - 6 vikur að jafnaði. Ef varan er ekki til getur afhendingartími verið lengri, en almennt má þá búast við að hann sé 8 - 12 vikur.

Við förum yfir pöntunina og höfum samband eins fljótt og auðið er.

Vörulýsing

Glenn er ekki bara console borð eða gangborð, það er hönnunarhlutur sem krefst athygli. Sporöskjulaga formið, yfirborð úr hvítum, náttúrulegum marmara og dökkgrár mangóviðurinn gerir það að öðruvísi og eftirminnilegt húsgagn. Glenn geislar af látlausri göfgi og tímalausum glæsileika, þar sem gæði efnis og útfærslu eru í forgrunni. Það getur passar í forstofuna sem gangborð en er líka fullkomið sem fartölvuborð í stofuna, eða sem hagnýtt geymslu­borð í heimaskrifstofu með pláss fyrir möppur, spjaldtölvur og hleðslustöðvar.

  • Skúffan er lökkuð miðþétt spónaplata

  • Skúffuframhlið er úr lökkupum mangóvið sem er FSC® C149863 vottaður

  • Fætur eru úr duftlökkuðu svörtu stáli

Kare Design var stofnað í Þýskalandi árið 1981 og hefur vaxið og dafnað í gegnum árin. Í dag má finna vörur frá Kare í yfir 50 löndum og fjórum heimsálfum.Stofnendur fyrirtækisins, Jürgen Reiter og Peter Schönhofen, hafa ávallt lagt áherslu á vandaða framleiðslu á viðráðanlegu verði en um leið að hanna vörur sem endurspegla persónuleika þeirra sem búa á heimilinu. Fyrirtækið framleiðir allt frá smávörum á borð við styttur, ljós, spegla og aðra skrautmuni upp í stór húsgögn.Reiter og Schönhofen segja markmiðið frá upphafi hafa verið að skera sig úr fjöldanum og skapa frumlegar vörur fyrir fagurkera. Má með sanni segja að það hafi tekist því vörurnar frá Kare Design eru svo sannarlega eftirtektarverðar; frumlegar, flottar og vandaðar.

Nánari upplýsingar

Stærð vöru L: 32cm x B: 100cm x H: 80cm
Vörumerki

Tegund

Veggborð