Moomin krús Winter wonders
4.290 kr.
Winter Wonders er vetrarlína ársins 2022. Listakonan Tove Slotte hefur hér endurgert upphaflegu Moomin teikningarnar frá Tove Jansson af mikilli snilld. Bollarnir þola uppvottavél, eru úr postulíni og taka 30 cl. Hæð bollans er 8,1 cm og þvermál hans er 8,3 cm en við haldið er það 11,6 cm.
Myndefnið segir frá því þegar undarleg persóna heimsækir Múmíndal. Þetta er herra Brisk, en hann elskar vetraríþróttir meira en allt. Hann hvetur íbúa Múmíndals til að prufa mismunandi íþróttir og reynir að kenna þeim á skíði og skauta. Sjálfur stundar hann framúrstefnulegt sund.
Herra Brisk sker stórt gat í ísinn og Mímlan fylgist skelfingu lostin með. Hún endar með að falla fyrir herra Brisk en henni finnst hann mjög karlmannlegur og valdamikill á að líta. Til að heilla herra Brisk ákveður Mímlan að æfa sig á skautum í laumi á nóttunni. Þar sem herra Brisk er mjög sjálfhverfur þá tekur hann ekki eftir Mímlunni eða viðleitni hennar.
Múmínálfarnir reyna að skauta en það gengur ekkert svakalega vel hjá þeim. Ekkert þeirra kann að skauta og fljótlega skipta þau yfir í aðrar íþróttir. Múmínálfarnir gleðjast þegar sjórinn bráðnar og herra Brisk er farinn.
Ekki til á lager
Er varan til í verslun nálægt þér?
- Uppselt í vefverslun
- Húsgagnahöllin
- Akureyri
- Ísafjörður
Vörulýsing
Um vörumerkið
Nánari upplýsingar
Stærð vöru | L: 8.3cm x B: 8.3cm x H: 8.1cm |
---|---|
Vörumerki |
Svipaðar vörur
Broste Nordic Sand krús 25cl
Á lager
Broste Nordic Coal tebolli með undirskál 25cl
Á lager
Broste Nordic Sea bolli með undirskál 15cl
Á lager