ÁÐUR EN BORÐIÐ ER NOTAÐ /
Fyrir fyrstu notkun mælum við með því að olíubera borðið með Guardian Wood Oil. Vinsamlegast fylgdu leiðbeiningunum á flöskunni. Mikilvægt er að bera á alla fleti og hliðar borðsins til þess að loka viðnum. Viðurinn er olíuborinn í framleiðslu en það nægir ekki til að lokað yfirborðinu til framtíðar.
DAGLEGT VIÐHALD /
Best er að þurrka bleytu af borðinu sem fyrst ef hellist á það. Fyrir meiri hreinsun mælum við með að nota Guardian Wood Cleaner. Aldrei skal nota sterka sápu eða hreinsiefni þar sem þau geta leyst upp vörnina (olíuna) á yfirborði borðsins.
ÁFRAMHALDANDI VIÐHALD /
Fyrstu sex mánuði frá kaupum mælum við með því að meðhöndla með olíu einu sinni í mánuði. Eftir þann tíma mælum við með að nota olíuna 3-4 sinnum á ári þar sem áhrif hennar minnka með tímanum.
RÉTT VIÐHALD ER MIKILVÆGT /
Gegnheill viður er lifandi efni. Breytingar á rakastigi og hitamuni getur orsakað að viðurinn verði grófari og gæti sveigst auðveldlega. Hins vegar, með réttri umhirðu og viðhaldi, verða ofangreindar breytingar lágmarkaðar.