Furninova er sænskt hönnunarfyrirtæki stofnað 1991 af Benny Nilsson. Furninova er leiðandi í Skandinavíu á sínu sviði í húsgögnum og heildarlausnum fyrir heimilið.
Paso Doble sófinn er ein af vinsælli vörum frá Furninova enda sérlega vandaður og þægilegur. Paso Doble fæst í mjög mörgum útfærslum og hann má sérpanta þannig að hann sé nánast sérsniðinn þínunm óskum hvað varðar stærð, lögun, bak, fætur og áklæði. Hafðu samband við starfsfólk í verslun varðandi sérpantanir.
Hægt er að fá skammel við Paso Doble sófann til að hámarka þægindi hans.
Paso Doble Night fæst tveggja og þriggja sæta en einnig sem tungu-, horn og u-sófi sem hægt er að sérpanta upp í nánast hvaða stærð sem er. Night sófinn kemur með lausum bakpúðum sem gerir hann sérstaklega kósý.
Sjáðu Furninova sófa verða til með því að smella hér
Vinstri tungusófi er með tunguna vinstra megin þegar staðið er fyrir framan sófann og horft framan á hann, eins og sést á vörumynd. Þannig merkjum við alla tungusófana okkar, það er aldrei miðað við annað. Ef um hornsófa er að ræða gildir sama regla um hornið eins og gildir um tunguna. Ef um u-sófa er að ræða er það tungan sem ræður eftir sömu reglu (tungan er í raun alltaf styttri en horneiningin, semsagt styttri tungan).
Einstaka sófi er með færanlega tungu eða horn, en almenna reglan er sú að þegar orðin hægri eða vinstri eru hluti af nafni þeirra er ekki hægt að færa tungu/horn eða setja sófann saman á annan hátt.