-20%
Pinto línan inniheldur stól, 2ja, 3ja og 4ra sæta sófa. Einnig u-sófa og hornsófa sem fást hægri eða vinstri. Allir eru framleiddir í sterku, Kentucky eða Colorado bonded leðri* (vandaðri leðurblöndu). Misjafnt er hvaða útfærslur við eigum á lager hverju sinni en oftast má sérpanta hjá sölufólki í verslun það sem framleitt er sé það ekki til á okkar lager.
Í Pinto línunni fást líka hnakkapúðar og skammel fyrir enn meiri þægindi. Seta og bak eru lausar pullur sem sitja þó vel og renna ekki. Innra byrði er úr endingargóðum, kaldpressuðum svampi, þá trefjafyllingu og loks mjúku yfirlagi. Fætur eru sterkir úr svörtu járni sem kemur í boga undir sófanum.
*Bonded leður (leðurblanda) er í raun blanda af ekta leðri og gervileðri. Framleiðsluferlinu svipar til pappírsframleiðslu þar sem leðurleifar og leðurtrefjar eru tættar og þeim blandað saman við önnur textílefni til að líkja eftir eiginleikum leðurs. Gott bonded leður hefur hátt hlutfall leðurs. 35% Kentucky áklæðisins er ekta leður sem er mun hærra hlutfall en algengt er.