Timeout borð hnota

Vörunúmer MTIMBVM

99.990 kr.

Hliðarborð í stíl við Timeout hægindastólinn frá Conform. Hannað með ríka áherslu á bæði fagurfræði og notagildi.

Smíðað úr sterkri hnotu. Hólf fyrir tímarit á hliðinni. Væri einnig afar fallegt náttborð.

Ekki til á lager


Er varan til í verslun nálægt þér?

  • Uppselt í vefverslun
  • Húsgagnahöllin
  • Akureyri
  • Ísafjörður
Ekki til á lager. Viltu skrá þig á biðlista? Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang
Vörulýsing

Timeout er ein af þeim vörulínum sem við erum hvað stoltust af. Hönnunin er tímalaus og samanstendur af fáguðum og vel mótuðum línum sem eiga heima inni á hvaða heimili sem er. Hliðarborðið getur svo sannarlega átt erindi inn á hvaða heimili er þó að þar sé ekki Timeout stóll í stíl. Það er smart, stöðugt og með hentugri tímaritahirslu á hliðinni. Væri einnig afar fallegt náttborð.

Timeout eru virkilega vönduð húsgögn sem eru smíðuð af fyrirtækinu Conform í Småland héraðinu í Svíþjóð. Í húsgögnin er einungis notað fyrsta flokks timbur, þá helst eik og hnota, og áklæðin ásamt svampinum eru öll OEKO-TEX vottuð hráefni. Conform leggur mikla áherslu á sjálfbærni og að halda kolefnisspori sínu í algjöru lágmarki og eru því allir afgangar úr framleiðslunni endurnýttir eða endurunnir.

Húsgagnaframleiðandinn Conform hefur framleitt hágæða húsgögn í Holsbybrunn, Småland í Svíþjóð frá árinu 1978. Conform framleiðir nær eingöngu hægindastóla og fótskemla, en einnig hliðarborð í stíl við stólana.

Samkvæmt þeim eru orðin "Sjá" og "Sitja" fyrstu tvö orðin í orðabókinni þeirra. Með því er átt að hver hægindastóll sem Conform framleiðir eigi að líta svo þægilega út að þú hreinlega verðir að prófa hann, og að þegar þú setjist í stólinn viljir þú aldrei standa upp á ný.

Ein þekktasta vörulínan þeirra eru Timeout hægindastólarnir.

Nánari upplýsingar

Stærð vöru L: 66cm x B: 35cm x H: 54cm
Vörumerki

Skel

Hnota

Kemur samsett?

Litur

Brúnn

Tegund

Hliðarborð

Vörulína

Hönnuður

Jahn Aamodt

Upprunaland

Svíþjóð