Timeout er ein af þeim vörulínum sem við erum hvað stoltust af. Hönnunin er tímalaus og samanstendur af fáguðum og vel mótuðum línum sem eiga heima inni á hvaða heimili sem er. Hliðarborðið getur svo sannarlega átt erindi inn á hvaða heimili er þó að þar sé ekki Timeout stóll í stíl. Það er smart, stöðugt og með hentugri tímaritahirslu á hliðinni. Væri einnig afar fallegt náttborð.
Timeout eru virkilega vönduð húsgögn sem eru smíðuð af fyrirtækinu Conform í Småland héraðinu í Svíþjóð. Í húsgögnin er einungis notað fyrsta flokks timbur, þá helst eik og hnota, og áklæðin ásamt svampinum eru öll OEKO-TEX vottuð hráefni. Conform leggur mikla áherslu á sjálfbærni og að halda kolefnisspori sínu í algjöru lágmarki og eru því allir afgangar úr framleiðslunni endurnýttir eða endurunnir.