Timeout skammel hnota/leður rautt – m/v

Vörunúmer MTIMPVWVFA251437

94.990 kr.

Fótskemill við stillanlega hægindastólinn Timeout frá Conform. Ómissandi viðbót við þessa fallegu stóla.

Klæddur slitgóðu rauðu Fantasy leðri, með skel úr sterkri hnotu og er með viðarklædda álfætur. Sethæð er 34cm.

Aðeins 1 eftir á lager

Bæta á brúðargjafalista

Við áskiljum okkur rétt til að nota persónuupplýsingarnar þínar til að meðhöndla pöntunina og bæta þjónustuna okkar. Lestu nánar í persónuverndarstefnu.

Með því að stofna aðgang á heimasíðunni okkar færðu einfaldan og fljótlegan aðgang að reikningum, stöðu pantana, og pantanasögu. Við stofnun á nýjum aðgangi munum við einungis biðja um þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að gera verslunarupplifunina þína skilvirkari, auðveldari og ánægjulegri.
Nýskráning
Vöru bætt á brúðargjafalista! Skoða brúðargjafalista

Er varan til í verslun nálægt þér?

  • Til í vefverslun
  • Húsgagnahöllin - sýningareintak
  • Akureyri
  • Ísafjörður
Vörulýsing

Margar af þörfum mannverunar eru breytilegar, en góð hvíld er og mun alltaf vera ein af grunnþörfunum. Þetta hafði norski hönnuðurinn Jahn Aamodt að leiðarljósi þegar hann hannaði Timeout hægindastólana og fótskemlana. Timeout er ein af þeim vörulínum sem við erum hvað stoltust af. Hönnunin er tímalaus og samanstendur af fáguðum og vel mótuðum línum sem eiga heima inni á hvaða heimili sem er. Fótskemlarnir eru síðan rúsínan í pylsuendanum og eru eiginlega ómissandi viðbót við Timeout hægindastólana.

Hægindastólarnir og fótskemlarnir eru virkilega vönduð húsgögn og eru þeir smíðaðir af fyrirtækinu Conform í Småland héraðinu í Svíþjóð. Í stólana og skemlana er einungis notað fyrsta flokks timbur, þá helst eik og hnota, og áklæðin ásamt svampinum eru öll OEKO-TEX vottuð hráefni. Conform leggur mikla áherslu á sjálfbærni og að halda kolefnisspori sínu í algjöru lágmarki og eru því allir afgangar úr framleiðslu stólana endurnýttir eða endurunnir.

Stólana og skemlana er hægt að sérpanta algjörlega eftir höfði hvers og eins. Þeir eru fáanlegir í tugum mismunandi áklæða hvort sem það er leður eða tau. Hægt er að velja um hnotu eða eik í skelina, eða láta bólstra hana í sama áklæði og stóllinn. Fæturnir geta síðan verið úr áli (lituðu eða ekki) eða klætt með sama við og í skelinni. Timeout hægindastólarnir og fótskemlarnir eru fáanlegir í stærri (XL) útgáfu þar sem sethæðin er hærri.

Þú getur sett saman þinn eigin Timeout hér á heimasíðu Conform, en til að sérpanta þarf svo að hafa samband við verslun.

Húsgagnaframleiðandinn Conform hefur framleitt hágæða húsgögn í Holsbybrunn, Småland í Svíþjóð frá árinu 1978. Conform framleiðir nær eingöngu hægindastóla og fótskemla, en einnig hliðarborð í stíl við stólana.

Samkvæmt þeim eru orðin "Sjá" og "Sitja" fyrstu tvö orðin í orðabókinni þeirra. Með því er átt að hver hægindastóll sem Conform framleiðir eigi að líta svo þægilega út að þú hreinlega verðir að prófa hann, og að þegar þú setjist í stólinn viljir þú aldrei standa upp á ný.

Ein þekktasta vörulínan þeirra eru Timeout hægindastólarnir.

Nánari upplýsingar

Stærð vöru L: 38cm x B: 51cm x H: 39cm
Vörumerki

Skel

Hnota

Kemur samsett?

Að hluta til

Litur

Rauður

Tegund

Fótskemlar

Vörulína

Áklæði

Leður

Fótur

Álfætur með við

Hönnuður

Jahn Aamodt

Upprunaland

Svíþjóð

Heiti áklæðis

Fantasy