14 daga vaxtalaus reikningur

Þegar þú borgar með Netgíró í verslun eða á netinu, færð þú allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest. Greiðslur undir 3000 kr. taka aðeins á sig 98 kr. tilkynningar- og greiðslugjald, 198 kr. – 298 kr. á stærri greiðslum.

Einfaldari raðgreiðslur

Við bjóðum upp á einfalda og þægilega lausn ef þú vilt dreifa greiðslum vegna stærri innkaupa í allt að 24 mánuði. Þú verslar með Netgíró í versluninni og dreifir greiðslunum sjálf/ur í appinu eða á þínum síðum.

Léttu þér kaupin með Síminn Pay

Með Pay Léttkaup greiðir þú fyrir vörur með öruggum hætti og hefur 14 daga til að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði.

Einfalt og öruggt að greiða með Síminn Pay

Allir geta sótt um Pay óháð fjarskipta fyrirtæki eða viðskiptabanka. Eina sem þú þarft að vera með er íslenskt kredit- eða debetkort. Pay er í samstarfi við fjölda fyrirtækja um land allt.

Einfaldar greiðslur

Þegar verslað er með Pei færð þú greiðsluseðil í heimabankann sem þú hefur 14 daga til að borga. Þú getur sótt um aukinn greiðslufrest með 30/60 þjónustunni eða dreift greiðslum á allt að 48 mánuði.

Ef þú vilt borga með Pei gerum við ekki kröfu um forskráningu í þjónustuna. Það er hægt að borga fyrir vörur eða þjónustu að upphæð 20.000 kr. eða lægra.

Heimild

Hámarksheimild einstaklinga getur verið allt að 2.000.000 kr. Notkun Pei hefur engin áhrif á heimildir þínar á greiðslukortum eða í bankaviðskiptum.

Þú getur séð þína heimild hér eða í snjallforritinu okkar á App Store eða Google Play.