Spurt og svarað

Hér að neðan má finna svör við algengum spurningum.

Hvar sæki ég vöru sem ég kaupi á síðunni ykkar?

Stór húsgögn keypt í netverslun má nálgast strax eftir staðfestingu (utan sérstakra álagsdaga). Húsgögn eru afhent á lagernum okkar í Korputorgi.
Smávörur keyptar í netverslun má nálgast í verslun næsta virka dag (utan sérstakra álagsdaga).

___________

Sjá nánar hér:
husgagnahollin.is/afgreidsla-netpantana/

Hvernig get ég fengið netpöntun senda til mín?

Netpantanir á smávörum* sem á að senda eru afhentar með Póstinum eða Dropp.

Netpantanir á húsgögnum sem á að senda eru afhentar með sendibíl á höfuðborgarsvæðinu** en á landsbyggðinni með Flytjanda á næstu starfsstöð þeirra.

Í ljósi aðstæðna, og á meðan heimsfaraldur geysar, afhendir bílstjóri aldrei inn á heimili. Vara er því afhent kaupanda við vörulyftu sendibíls fyrir utan heimili.

*Smávörur eru vörur í smávöru-/gjafavöruflokki

_______

**Sjá nánar hér:
husgagnahollin.is/afgreidsla-netpantana/

En ef ég bý úti á landi?

Smávörur eru sendar með Póstinum út á land, heim, á pósthús eða í póstbox. Sendingarleiðir hvers svæðis fara eftir dreifikerfi, þjónustu og starfsstöðvum Póstsins. Þú getur kynnt þér þína valmöguleika á heimasíðu Póstsins hér.

Húsgögn eru send með Flytjanda og afhent á starfsstöð þeirra sem næst er póstnúmeri kaupanda.

Sendingar eru alltaf sendar frá Reykjavík, hvort sem er frá lagernum okkar eða verslun.

Er varan til á lager/í verslun?

Á heimasíðunni má sjá lagerstöðu undir „Er varan fáanleg í verslun nálægt þér?
Grænt sýnir hvar vara er fáanleg (rautt x sýnir hið gagnstæða).
Húsgögn eru seld af lager, svo ef húsgagn er til á lager okkar að Korputorgi er hægt að versla hana í vefverslun. Ef húsgagn er ekki til í vefverslun (á lager) en er sýnd í verslunum er þar um sýningareintak að ræða. Hægt er að kanna í viðkomandi verslun hvort hægt sé að panta vöruna. Húsgögn eru ekki seld úr verslunum nema í undantekningartilfellum (þá t.d. vara sem hættir).
Smávörur/gjafavörur seljast úr verslun og er því grænt √ til merkis um hvar er hægt að kaupa hana.
Ef vara er sýnileg í vefverslun en er merkt með x í öllum verslunum og lager er hún uppseld en annað hvort væntanlegt aftur eða hægt er að sérpanta hana hjá sölufólki í verslunum.

Get ég sérpantað uppselda eða aðra útgáfu af vöru?

Já, oft á það við. Margir þeirra framleiðenda sem við verslum við bjóða upp á ýmsar útfærslur af húsgögnum – þ.e. aðrar en þær sem við eigum á lager. Athugið einnig að í nokkrum tilfellum eru vörur eingöngu til sýnis á heimasíðu okkar og eru alltaf afgreiddar sem sérpantanir.

Allar sérpantanir og upplýsingar um þær fara í gegnum sölufulltrúa okkar í verslunum.

Hvert sný ég mér með gallaða/bilaða vöru?

Gallar, ábyrgð eða viðgerðið er best að senda beint í tölvupósti á husgagnahollin@husgagnahollin.is
Til að flýta fyrir afgreiðslu skal taka fram nafn og kennitölu sem notuð var við kaup og mynd af galla/skemmd þegar við á (ef hægt er).

Hvernig ber ég mig við vöruskil?

Ef þú hyggst skila vöru sem þú hefur keypt skaltu hafa samband við verslun.

Get ég borgað með korti?

Já. Neðst á síðunni okkar sérðu hvaða greiðsluleiðir eru í boði.

Hvernig virkar Netgíró?

Allar upplýsingar færðu á heimasíðu netgíró, netgiro.is

Hvenær er verslunin opin?

Reykjavík
Mánudaga – föstudaga 11 – 18
Laugardaga 11 – 17
Sunnudaga 13 – 17

Akureyri
Mánudaga – föstudaga 11 – 18
Laugardaga 11 – 16
Sunnudaga lokað

______________

Sjá einnig hér
husgagnahollin.is/verslanir-og-afgreidlsutimar/

Hvenær er lagerinn opinn?

Mánudaga – föstudaga 12–18
Laugardaga 13–17
Sunnudaga lokað

______________

Sjá einnig hér
husgagnahollin.is/verslanir-og-afgreidslutimar/

Hvar eruð þið staðsett?

Húsgagnahöllin Reykjavík,
Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Vörulager, Húsgagnahöllin, Betra bak og Dorma,
Korputorgi, 112 Reykjavík

Húsgagnahöllin Akureyri,
Dalsbraut 1, 600 Akureyri

Húsgagnahöllin Ísafirði,
í verslun Betra baks Skeiði 1, 400 Akureyri

______________

Sjá einnig hér
husgagnahollin.is/verslanir-og-afgreidslutimar