Spurt og svarað

Hér að neðan má finna svör við algengum spurningum.

Hvar sæki ég vöru sem ég kaupi á síðunni ykkar?

Vörur keyptar í netverslun má nálgast næsta virka dag (utan sérstakra álagsdaga). Vörur eru afhentar á lagernum okkar í Korputorgi.

Hvernig get ég fengið netpöntun senda til mín?

Sendingarkostnaður er ekki inni í verði í vefverslun. Sendingarkostnaður smávöru* sem send er með Póstinum er greiddur við afhendingu. Flutningskostnaður húsgagna innan höfuðborgarsvæðis er 8000 kr. Athugið að ef keypt er vara sem þarf tvo menn; rúm, gafl sófi eða annað rúmfrekt þarf að vera burðarmaður á staðnum en annars er hægt að panta tvo menn. Gjaldið er 8000 kr fyrir hvern mann.

*Smávara er vara í samnefnum flokki

En ef ég bý úti á landi?

Um netpantanir sem óskast sendar á landsbyggðina:

Sendingarkostnaður er ekki inni í verði í vefverslun. Sendingarkostnaður smávöru* sem send er með Póstinum er greiddur við afhendingu upp að 10.000 kr en eftir það er heimsendingin á okkar kostnað. Verðskrá fyrir flutningskostnað húsgagna má nálgast á heimasíðum flestra flutningsfyrirtækja.

Allar sendingar eru sendar frá lagernum okkar í Reykjavík.

Hvernig ber ég mig við vöruskil?

Ef þú hyggst skila vöru sem þú hefur keypt skaltu hafa samband við verslun.
Neðst á síðunni okkar, undir aðstoð & hjálp, finnur þú hlekk inn á skilmála og eyðublað ef þú vilt ganga frá málinu rafrænt.

Get ég borgað með korti?

Já. Neðst á síðunni okkar sérðu hvaða greiðsluleiðir eru í boði.

Hvernig virkar Netgíró?

Allar upplýsingar færðu á heimasíðu netgíró, netgiro.is

Hvenær er verslunin opin?

Reykjavík
Mánudaga – föstudaga 10 – 18
Laugardaga 11 – 17
Sunnudaga 13 – 17

Akureyri
Mánudaga – föstudaga 10 – 18
Laugardaga 11 – 16
Sunnudaga lokað

Hvenær er lagerinn opinn?

Mánudaga – föstudaga 10 – 18
Laugardaga 11 – 17
Sunnudaga lokað

Hvar eru þið staðsett?

Húsgagnahöllin Reykjavík,
Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Vörulager, Húsgagnahöllin, Betra bak og Dorma,
Korputorgi
Húsgagnahöllin Akureyri,
Dalsbraut 1, 600 Akureyri
Húsgagnahöllin Ísafirði,
í verslun Betra baks Skeiði 1, 400 Akureyri