Góð ráð til að velja rétta borðstofuborðið

Góð ráð til að velja rétta borðstofuborðið

Húsgagnahöllin í samstarfi við Sólveigu innannhúss arkitekt tóku saman nokkur góð ráð þegar kemur að því hvernig skal velja rétta borðstofuborðið fyrir þig.

Stækkanlegt eða ekki stækkanlegt, það er spurningin.

Við val á borðstofuborði er afar góður kostur að hafa borðið stækkanlegt. Gott er að hafa í huga hversu margir nota borðið dags daglega og svo þann fjölda sem kemur í matarboð, afmæli eða er kannski öll stórfjölskyldan að koma í mat um jól eða áramót.

Mikilvægt er að mæla vel og skoða hvað rýmið þitt getur haft stórt borð því ekki viljum við láta borðstofuborðið gleypa allt rýmið.

Hringlótt, ferkantað eða sporöskjulaga

Hringborð hafa verið afar vinsæl undanfarið og mjög skemmtilegt getur verið að sitja við hringborð sem skapar ákveðna nánd. En passa þarf ef hringborð er fyrir valinu að nægt rými sé fyrir það, því það er töluvert breiðara en hefðbundin borð.

Sporöskjulagaborð getur verið frábær lausn fyrir þá sem vilja breyta aðeins til, þannig borð halda lengdinni sem hentar flestum rýmum en þú færð mjúkar línur sem getur „létt“ aðeins á rýminu.

Ferköntuð borð eru alltaf klassísk og nánast öll stækkanleg því vinsæll valkostur. Fætur og áferð geta breytt miklu hvort borðið sé „þungt“ eða „létt“ í rýminu.

Efni og áferð borðstofuborðs

Þegar kemur að því að velja hvernig efni, áferð eða lit borðstofuborðið á að vera í er mikilvægt að hugsa um hverjir nota borðið. Eru kannski lítil börn í fjölskyldunni sem leika sér á borðinu að leira og lita, þarf að vera auðvelt að þrífa borðið?

Fjölskyldur með lítil börn velja oft borðstofuborð með keramik eða linolium áferð, þau borð er auðveldara að þrífa og rispast minna. En ekki er hægt að pússa þau þegar fer að sjást á þeim. 

Gegnheil spónalögð borð er alltaf klassísk og náttúruleg, það þarf að passa  sig aðeins meira með þannig borð, erfiðara getur verið að þrífa upp Crayola litabletti og rispur. Gegnheil spónlögð borð er hins vegar hægt að pússa einu sinni til tvisvar og getur því haft lengri endingartíma.

 

Helstu línur í borðstofuborðum núna eru, hringborð, smá gróf viðarborð með fiskibeina munstri og svo alltaf hin sívinsælu og klassísk eikarborð frá Skovby.

 

Takk fyrir

Fylgdu okkur á Instagram þar birtum við hugmyndir fyrir falleg og lifandi heimili

Hér má finna Sólveigu innanhúss arkitekt á Instagram

Takk fyrir og sjáumst í Höllinni!