Skelfisksúpa

Skelfisksúpa

Húsgagnahöllin í samstarfi með Davíð yfirkokk á Hótel Húsafelli tóku saman góð ráð hvernig hægt er að bera fram mat á fallegan og ekki alltaf hefðbundinn hátt.

Davíð ætlar að veita innsýn í hvernig hann velur að bera fram, hvaða liti hann velur saman og elda gómsæta rétti. Áherslan er ekki á matreiðsluna (uppskriftir fylgja fyrir áhugasama) heldur hvað er hægt að nota og hvernig skemmtilegt er að bera fram.

Tenging rétta við náttúruna, hráefnið og litina

Skelfisk súpa ilmuð með kamillu, íslensk hörpuskel og jarskokkar sem er aðsjálfsögðu puntað með sítrusjurtum og blómum.

Hægt er að nota skeljarnar í skreytingar…

Liturinn í disknum og hörpuskelinni tóna saman, svo er raðar jarðskokka skífum ofan á, en alls ekki of uppstillt, svo að sjálfsögðu, þetta littla extra eru blómin. Flott getur verið að samræma litina í blómunum við diskinn

Skelfisksúpa með kamillu og jarðskokkum - Fyrir þrjá til fjóra

Skelfisksúpa

½ kg kræklingur

Brúnaðar skeljar frá 6-8 humrum

2 skalottlaukar

6 stilkar af steinselju

3 geirar af hvítlauk

2 skífur af sítrónu

2 dl eplasafi

½ l vatn

½ l hvítvín

4 pokar kamillute

½ l léttmjólk

350 gr smjör

Salt

Sítrónusafi

Settu öll hráefnin, nema eplasafa og vatn, saman í sjóðandi heitan pott og steiktu við háan hita í tvær mínútur. Helltu síðan safanum og vatninu yfir og láttu sjóða saman við vægan hita í 10-15 mínútur.

Sigtaðu siðan vökvann frá yfir í annan pott og sjóddu vökvann niður um einn þriðja.

Taktu síðan pottinn af hellunni og leyfðu soðinu að kólna í 10 mínútur. Þar á eftir er kamilluteinu bætt út í og leyft að liggja í soðinu í að minnsta kosti klukkutíma.

Taktu síðan tepokana upp úr, helltu mjólkinni út í, og hitaðu súpuna upp í 80 gráður. Loks blandaru smjörinu út í með handþeytara.

Bragðaðu því næst súpuna til með salti og sítrónusafa.

Jarðskokkar

Skrældu fjóra jarðskokka og sjóddu þá í mjólk þar til þeir eru orðnir mjúkir en samt þéttir undir tönn.

Skerðu þá niður í munnbitastærðir, kryddaðu með salti og steiktu í olíu áður en borið er fram.

Rétturinn er borinn fram með:

Sítrónu- og kamilluhlaupi

Hráum jarðskokkaskífum

Hörpuskel sem er grilluð með gasbrennara og krydduð með salti og sítrónu

Sítrónutimían

Blómum

Ólífuolíu

Fylgdu okkur á Instagram þar birtum við hugmyndir fyrir falleg og lifandi heimili

Hér má finna Davíð á Instagram

Takk fyrir og sjáumst í Höllinni!