Humar

Humar

Húsgagnahöllin í samstarfi með Davíð yfirkokk á Hótel Húsafelli tóku saman góð ráð hvernig hægt er að bera fram mat á fallegan og ekki alltaf hefðbundinn hátt.

Davíð ætlar að veita innsýn í hvernig hann velur að bera fram, hvaða liti hann velur saman og elda gómsæta rétti. Áherslan er ekki á matreiðsluna (uppskriftir fylgja fyrir áhugasama) heldur hvað er hægt að nota og hvernig skemmtilegt er að bera fram.

Hvítt matarstell gefur ákveðinn hreinleika

Það er ekkert leyndarmál að Íslendingum finnst hrikalega gaman að bjóða heim í humar.

Það er gulur litur í þessu, það er mikið af grænu og rauðu, þar af leiðandi er notast við hvítt stell frá Rosenthal. Rosenthal er vandað merki og gefur ákveðinn hreinleika í diskinn.

Steiktur humar með íslenskum blaðlauk og eplum…

Uppröðunin er þannig að diskurinn fær að njóta sína og leyfa sköpunargleðinni að ráða förum og satt að segja þá lýtur þetta djöfulli vel út

Humar með Saffran Hollandaise, blaðlauk og eplum - Fyrir 2 til 3

Saffran Hollandaise

2 stk eggjarauður

Safi úr einni sítrónu

Örlítið af saffran

250 gr smjör – brætt hægt og rólega svo fitan skilji sig frá mjólkinni

Salt

Pískaðu eggjarauður, sítrónusafa og saffran saman í potti á meðalhita þangað til massinn er orðinn þéttur. Helltu fitunni frá bráðna smjörinu í mjórri bunu út í elduðu eggjarauðurnar og pískaðu hratt á meðan.

Bragðaðu til með salti og örlítið af sítrónusafa ef þörf er á.

Smjörsoðinn blaðlaukur

1 stór blaðlaukur

200 gr smjör

Salt

1 stk súraldin

Vatn

Rétturinn er borinn fram með:

Gerjuðu eplamauki

Hráum eplaskífum

Sítrónuverberna og sítrónumelíssu

Steiktum humri

Taktu ysta lagið af blaðlauknum, skerðu efsta græna hlutann af (geymdu hann í frysti fyrir súpu, soð eða notaðu hann í pottrétt til dæmis) og skerðu hvíta hlutann þversum í helminga.

Sjóddu vatn, smjör, smá salt og safa úr einum súraldin saman í pönnu og leggðu blaðlaukinn í. Eldaðu blaðlaukinn í vatninu við meðalhita þangað til hann er orðinn mjúkur og biturleikinn horfinn úr bragðinu.

Grillaðu á pönnu eða grilli áður en borið er fram.

Fylgdu okkur á Instagram þar birtum við hugmyndir fyrir falleg og lifandi heimili

Hér má finna Davíð á Instagram

Takk fyrir og sjáumst í Höllinni!