Smáhlutirnir gefa rýminu líf

Smáhlutirnir gefa rýminu líf

Húsgagnahöllin í samstarfi við Sólveigu innanhúss arkitekt tóku saman nokkur góð ráð þegar kemur af því að velja smáhlutina í rýmið.

Oft eru það litlu hlutirnir sem gera heilmikið fyrir rýmið og geta gjörbreytt heildarútlitinu. Auðvelt er að „fríska“ upp á rýmið með því að skipta um liti á púðum, setja styttur, kerti eða bæta við nýjum blómum.

Púðar

Litir á púðum geta gefið sófanum eða stofunni alveg nýtt líf. 

Gaman getur verið að blanda saman ólíkum efnum og munstrum á púðunum til að skapa aukna dýpt og hlýju. Púðarnir geta líka á skemmtilegan hátt endurspeglað „karakter“ heimilis.

Skoða alla púða hér.

Blóm og grænar plöntur

Blóm og grænar plöntur gefa mikla hlýju í rýmið. Grænar plöntur hafa verið mjög vinsælar undanfarið. 

Fallegt getur verið að hafa hangandi grænar plöntur í hillum eða gluggakistum.

Frístandandi pottastandar koma vel út við hliðina á sófum eða stólum.

Skoða blóm og blómapotta

Skoða vasa

Styttur og kerti

Styttur og borðskraut gefa hillum, sófaborðum „karakter“ og setja oft punktinn yfir „i’ið“ í rýminu.

Skoða styttur og borðskraut

Fleiri góð ráð um val á húsgögnum fyrir stofuna

Fylgdu okkur á Instagram þar birtum við hugmyndir fyrir falleg og lifandi heimili

Hér má finna Sólveigu innanhúss arkitekt á Instagram

Takk fyrir og sjáumst í Höllinni!