Pera með hvítu súkkulaði

Pera með hvítu súkkulaði

Húsgagnahöllin í samstarfi með Davíð yfirkokk á Hótel Húsafelli tóku saman góð ráð hvernig hægt er að bera fram mat á fallegan og ekki alltaf hefðbundinn hátt.

Davíð ætlar að veita innsýn í hvernig hann velur að bera fram, hvaða liti hann velur saman og elda gómsæta rétti. Áherslan er ekki á matreiðsluna (uppskriftir fylgja fyrir áhugasama) heldur hvað er hægt að nota og hvernig skemmtilegt er að bera fram.

Óhefðbundin og glæsileg framsetning

Óhefðbundinn eftirréttur, pera með hvítu súkkulaði sem kryddað er með karrý og borið fram með kóríandersorbet.

Þessi réttur gjörsamlega tryllir bragðlaukana, eftir að hafa smakkað hann er erfitt að borða venjulega eftirrétti aftur

Rétturinn er borinn fram í óhefðbundnum borðbúnaði, notað er iittala krukka sem kemur í tveimur hlutum sem verður notaður sem diskur og býr þannig til eftirrétt á tveimur hæðum.

Iittala diskarnir eru með hrím sem gefa réttinum ákveðinn auka karakter.

Rétturinn fær algjörlega að njóta sín í glærri krukku og á glærum disk.

Pera með hvítu súkkulaði, karrý og kóríander

Hægelduð pera

2 perur – skrældar og kjarninn tekinn úr að neðan með skeið

1 l vatn

250 gr sykur

Sítrónusafi frá 4 sítrónum

2 dl hvítvín

2 stk lemongrass

300 gr engifer

1 stöng vanilla

8 stk kaffir lime blöð

5 greinar verbena

Sjóddu öll hráefnin saman nema perunni. Þegar suðu hefur verið náð setur þú perurnar út í og slekkur undir pottinum. Láttu perurnar liggja í heitum vökvanum í sirka 10 – 15 mínútur.

Hvítsúkkulaði og skyrkrem – Fyrir 8 til 10

300 gr hvítt súkkulaði

175 gr rjómi

325 gr skyr

1/2 tsk gult karrý – ristað

Setjið hvítt súkkulaði í pott ásamt rjómanum og bræðið saman við vægan hita.

Takið pottinn af hitanum og pískið skyrið út í og að lokum hrærið þið karrýið út í. Komið kreminu fyrir í íláti og skellið því í kæli og leyfið því að stífna í 1-2 klukkustundir.

Kristallað hvítt súkkulaði – 6-8 manns

100 gr vatn

100 gr sykur

150 gr hvítt súkulaði

Rétturinn er borinn fram með:

Sítrusjurtum

Hlaupi úr eldunarleginum fyrir perurnar

Stökkum marengs

Kóríandersorbet

Þurrkuðum kóríander

Setjið sykur og vatn í pott og sjóðið saman í síróp þar til hitinn nær um það bil 120 gráður.

Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni, potti eða vatnsbaði.

Setjið brædda súkkulaðið í skál eða hrærivél, einnig er hægt að nota rafmagnspísk, og pískið heitu sykursírópinu útí súkkulaðið í mjórri bunu. Súkkulaðið ætti núna að verða orðið að ,,hrauni” og tilbúið til notkunar þegar það hefur kólnað örlítið.

Fylgdu okkur á Instagram þar birtum við hugmyndir fyrir falleg og lifandi heimili

Hér má finna Davíð á Instagram

Takk fyrir og sjáumst í Höllinni!