Heimilisleg grillveisla

Heimilisleg grillveisla

Húsgagnahöllin í samstarfi með Davíð yfirkokk á Hótel Húsafelli tóku saman góð ráð hvernig hægt er að bera fram mat á fallegan og ekki alltaf hefðbundinn hátt.

Davíð ætlar að veita innsýn í hvernig hann velur að bera fram, hvaða liti hann velur saman og elda gómsæta rétti. Áherslan er ekki á matreiðsluna (uppskriftir fylgja fyrir áhugasama) heldur hvað er hægt að nota og hvernig skemmtilegt er að bera fram.

Tenging matar og litavali á matarstelli

Heimilisleg grillveisla eins og hún gerist best þar sem matarstellum og borðbúnaði er blandað saman.

Jurtir úr Vesturbænum er notað í réttinn, það finnst helvíti mikið í Vesturbænum…

Réttirnir eru framreiddir á skemmtilega grófan hátt, kjúklingurinn borinn fram í fatinu með heyinu, birkinu og öllu sem var notað, það kemur skemmtilega út á grillborðinu

Grillveislan - Fyrir þrjá til fjóra

Steiktur kjúklingur í potti

1 heill kjúklingur

Góð handfylli næringarhey fyrir kanínur

2 heilir hvítlaukar – skornir gróft

2 laukar – skornir í fernt með hýði

10 timíangreinar

10 blöð Skessujurt

5 flottar birkigreinar

Olía

Salt

Settu öll kryddin og jurtirnar í botninn á pottinum. Makaðu kjúklinginn í olíu og kryddaðu hann með fínu salti.

Settu kjúklinginn ofan á jurtirnar í pottinum og settu lok á og komdu fyrir í forhituðum ofni á 220 gráðum í 20 mínútur.

Eftir 20 mínútur lækkar þú ofninn niður í 120 gráður og eldar í 40 mínútur í viðbót eða þar til kjarnhitinn í bringunum nær 69°C.

Taktu svo lokið af þegar hann er eldaður og leyfðu honum að hvíla í 15 mínútur áður en hann er borinn fram.

Grillaðar gulrætur

1 poki íslenskar gulrætur

2 msk ólífuolía

2 tsk hunang

1 msk eplaedik

Salt

Graslaukur

Hrærðu olífuolíu, salt, hunang og edik saman og veltu gulrótunum upp í vökvanum. Geymdu restina af vökvanum sem situr ekki á gulrótunum.

Settu síðan gulræturnar á funheitt grillið og grillaðu þær í 15-20 mínútur á háum hita.

Settu gulræturnar síðan á disk og helltu restinni af vökvanum yfir. Kryddaðu þær með salti ef þess þarf og skreyttu með söxuðum graslauk og hundasúrum.

Vínegaretta

4 msk edik að eigin vali

2 msk hunang

1 tsk Dijon sinnep

Salt eftir smekk

4 dl ólífuolía

Settu edik, hunang, Dijon sinnep og salt í skál og hrærðu vel saman.

Pískaðu síðan olíuna út í massann.

Rétturinn er borinn fram með:

Grilluðu hjartasalati með vínegarettu og salti

Laukum sem grillaðir voru með olíu og salti

Ristuðum bókhveitikjörnum

Vínegarettu í sósukönnu

Fylgdu okkur á Instagram þar birtum við hugmyndir fyrir falleg og lifandi heimili

Hér má finna Davíð á Instagram

Takk fyrir og sjáumst í Höllinni!