Jurtate

Jurtate

Húsgagnahöllin í samstarfi með Davíð yfirkokk á Hótel Húsafelli tóku saman góð ráð hvernig hægt er að bera fram mat á fallegan og ekki alltaf hefðbundinn hátt.

Davíð ætlar að veita innsýn í hvernig hann velur að bera fram, hvaða liti hann velur saman og elda gómsæta rétti. Áherslan er ekki á matreiðsluna (uppskriftir fylgja fyrir áhugasama) heldur hvað er hægt að nota og hvernig skemmtilegt er að bera fram.

Notalegt að fá sér heitt te

Það getur verið yndislegt að fá sér heitan te drykk eftir mat og það má í raun nota hvaða jurtir sem er…

Jurtate

Handfylli kerfill

Handfylli sítrónuverbena

Handfylli sítrónumelíssa

1 tsk lakkrísrót

Hálf sítróna

1 ½ l vatn

Hunang

Settu allar jurtir saman í teketil og helltu sjóðandi heitu vatni yfir. Láttu blönduna standa í að minnsta kosti tvær mínútur áður en drykkjarins er neytt.

Einnig er gott að hræra smá hunangi út í til að sæta teið aðeins og gefa því smá karakter.

Fylgdu okkur á Instagram þar birtum við hugmyndir fyrir falleg og lifandi heimili

Hér má finna Davíð á Instagram

Takk fyrir og sjáumst í Höllinni!