Mottan getur verið upphafspunkturinn

Mottan getur verið upphafspunkturinn

Mottan getur verið upphafspunkturinn, litaspjaldið sem þú notar til að hanna útlit rýmisins eða lokapunkturinn sem tengir allt saman.

Motta: Grand frá Nordal. Húsgagnahöllinni.

Heimili eru sjaldan teppalögð eins og einu sinni var og því margir sem velja að setja gólfmottu í rými. Ástæðurnur eru mismunandi; sumir vilja hlýju, aðrir vilja einfaldlega dempa hávaða. Motta getur líka, með lítilli áreynslu og tilkostnaði, umbreytt hverju rými. Ekki aðeins getur hún breytt útliti og stemningu, heldur hefur það ýmsa hagnýta kosti að hafa gólfmottu. Reyndar finnst okkur að allir ættu að eiga að minnsta kosti eina mottu.

Lífgaðu upp á rýmið

Dökkar flísar og dökk viðargólf eru bæði falleg og vinsæl. Hins vegar geta þessi gólf tekið mikið ljós frá rýmum, sérstaklega gluggalausum göngum eða rýmum sem máluð eru þessum möttu, dökku litum sem hafa verið vinsælir. Renningar eða mottur í léttari tónum eða jafnvel líflegum lit brjóta upp þessi rými og gefa þér bestu blöndu dýptar og léttleika. Það er líka svo auðvelt að skipta í dekkri mottu ef þú málar veggina í ljósari lit og vantar dekkri flöt á móti. Þú getur jafnvel kastað lítilli, litríkri mottu yfir dökkt gólfteppi til að breyta verulega stemningunni í rýminu. Annar kostur mottu er að þú getur auðvitað tekið hana með ef þú flytur og auðveldlega fært hana milli herbergja ef þú stendur í breytingum. Þú getur jafnvel haft árstíðabreytingar í mottuvali eða uppröðum eftir t.d. ljósi og myrkri sem kemur inn í rýmið.

Þú getur jafnvel haft árstíðabreytingar í mottuvali eða uppröðum eftir t.d. ljósi og myrkri sem kemur inn í rýmið. Motta: Grand frá Nordal. Húsgagnahöllinni.

Breyttu litaþemanu

Mottur geta skipt rýminu í mismunandi svæði, tengt saman liti eða búið til þema — sem má svo breyta aftur á augnabliki með því að taka eða skipta út mottunni. Það er frábært að geta breytt alveg stíl gólfefnanna svo auðveldlega. Þú getur notaðu uppáhalds mottuna sem grunn að litasamsetningu herbergisins eða bætt henni við eftirá og notað hana til að tengja saman núverandi liti. Gólfmotta getur breytt stemningu herbergisins og auðvelt er að skipta á milli tveggja motta. Ef þú velur mottur á viðráðanlegu verði skaltu skoða það að eiga mottur í tveimur mismunandi stílum fyrir stofuna þína; einn stíl fyrir sumarið og einn fyrir veturinn.

Þú getur notaðu uppáhalds mottuna sem grunn að litasamsetningu herbergisins eða bætt henni við eftirá og notað hana til að tengja saman núverandi liti. Motta: Antique. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.

Dempaðu trommusláttinn

Það hljómar stundum eins og börnin þín séu að ganga í takt við ærandi trommuslátt. Ef þú ert með harðparket eða flísar geta þessi hljóð verið ansi hvell, skellirnir yfirþyrmandi og þreytandi. Heimili hönnuð með með stór, opin rými hafa verið vinsæl síðustu misseri. Þessi rými hafa marga kosti en stundum eru þessi stóru opnu svæði ekki hagstæð fyrir hljómburðinn. Ef þú ert með flísar eða harðparket í stóru rými hefurðu líklega tekið eftir því að hljóð berast frekar og geta orðið þreytandi. Þarna geta mottur unnið kraftaverk við að dempa hljóð. Motta með hærra flos dempar auðvitað betur en sú með lægra, stærri motta meira en sú minni. Gólfmotta gleypir bergmál, dregur úr skellum, dempar hljóð og skapar næði og því meiri vellíðan.

Gólfmotta gleypir bergmál, dregur úr skellum, dempar hljóð og skapar næði og því meiri vellíðan. Motta með hærra flos dempar betur. Motta: Zion. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.

Heilsaðu hlýlega

Það er ekki alltaf auðvelt að finna rétta stílinn í forstofuna. Þetta á ekki síður við um gólfefni og mottur. Það er að mörgu að huga í þessu rými, ekki bara hvað varðar útlit og tengingu við tóna og stemningu heimilisins heldur þarf einnig að hafa marga þætti í huga hvað varðar notagildi. Mottan þarf að vera falleg, hlý, bjóða fólk velkomið en einnig taka við óhreinum skóm og miklum umgangi. Hvernig er inngangurinn? Hvert er notagildið? Er tilgangur mottunnar að þurrka af skóm eða er hún nær eingöngu til skrauts? Forstofumotta getur verið hlýleg leið til að taka á móti gestum en einnig þægileg leið til að þurrka af skóm, sem aftur hjálpar við að halda heimilinu hreinu.

Forstofumotta getur verið hlýleg leið til að taka á móti gestum. Motta: Ishian Antrazit. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.

Auktu öryggið

Gólfmotta er góður „lendingarpúði“, sem getur verndað viðkvæm höfuð og hné þeirra sem læra að ganga, á mikilvægasta stigi lífsins. Motta mýkir skrefin og lágmarkar meiðsli ef (þegar) þú fellur. Hún verður heldur ekki sleip eins og flísar eða parket. Þetta hjálpar allri fjölskyldunni, ekki síst þeim yngstu og stundum þeim elstu. Þetta er ekki síst gott að skoða t.d. ef þú er með langan gang þar sem gaman er að hlaupa en alls ekki eins gaman að detta og meiða sig. Gólfmotta bætir oft smá gripi þar sem þú þarft á því að halda. Sumir kannast líka við svæði sem verða sérstaklega hál þegar gólfin eru þvegin. Það getur þó borgað sig að setja stamt undirlag undir mottu sem notuð er á þessi sleipu svæði.

Gólfmotta er góður „lendingarpúði“, sem getur verndað höfuð og hné þeirra sem læra að ganga. Motta mýkir skrefin og lágmarkar meiðsli ef (þegar) þú fellur. Mottur: Nirmal. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.

Sópaðu því undir mottuna

Ef misfellur eru í gólfefninu og þú ert ekki í aðstæðum til að skipta um er ein leið, skyndileiðin, að fela þær með mottu þar til aðstæður breytast. Ertu með rák í flísunum eða rispur í parketinu? Eru einkennilegir kvistir í viðargólfinu eða blettur í gólfteppinu sem hefur aldrei náðst úr? Þarftu að bíða betri tíma til að skipta um gólfefni eða ertu í leiguhúsnæði þar sem ekki er samþykkt að skipta um þau? Þá getur verið falleg lausn að hylja svæðið með mottu. Mottuna getur þú þá líka tekið með þér á næsta stað eða notað í öðrum tilgangi þegar vandamálið hefur verið leyst.

Ertu með rák í flísunum eða rispur í parketinu? Eru einkennilegir kvistir í viðargólfinu? Ef þú ert ekki í aðstæðum til að skipta um er ein leið sú að fela misfellur með mottu þar til aðstæður breytast. Motta: Grand frá Nordal. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.

Andaðu léttar

Þótt það kunni að virðast öfugsnúið, geta mottur virkað vel fyrir rykofnæmi. Þeim sem eru með ofnæmi var lengst af ráðlagt að fjarlægja mottur og teppi af heimilinu. Fjölmargar nýlegar rannsóknir hafa sýnt að mottur geta verið gagnlegar fyrir ofnæmissjúklinga því þær draga rykið í sig og festa ofnæmisvaka í sér þar sem þeim verður ekki andað inn. Ef þú ert ekki með mottu og þjáist af ofnæmi eða öðrum öndunarerfiðleikum getur þú kannað hvort motta hjálpi. Motta er í raun stærsta loftsían heima hjá þér. Hún getur bætt loftgæðin með því að fanga ryk, frjókorn og aðrar agnir úr loftinu. Motta eru betri kostur en heilt gólfteppi fyrir astma- og ofnæmissjúklinga því þær er auðvelt að hrista og rykhreinsa.

Þótt það kunni að virðast öfugsnúið, geta mottur virkað vel fyrir rykofnæmi. Motta er stærsta loftsían heima hjá þér. Motta: Antique. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.

Skilgreindu rýmið

Margir líta á mottu sem „punktinn yfir i-ið“ í herberginu. Mottan getur þó einnig verið upphafspunkturinn, litaspjaldið sem þú notar til að hanna útlit rýmisins. Mottur geta skilgreint viss svæði í rýminu, svæðið í stofunni þar sem þú stendur og spjallar við gesti, setusvæði á skrifstofunni, borðsvæðið í borðstofunni, gönguleið frá forstofunni. Motta getur skipt upp svæðum í opnu rými, greint eldhús frá borðstofu og/eða stofu. Hún getur líka bætt litum og hlýju á svæði sem eru í köldum litum. Til eru margar gerðir af mottum, í mörgum litum, efnum, lögunum og mynstrum. Þetta auðveldar þér að finna mottu sem hentar, kannski viltu til dæmis að mottan sé miðpunktur athyglinnar. Falleg motta, rétt eins og fallegt listaverk getur líka tengt saman alla litasamsetninguna — fundið samhljóm allra lita rýmisins.

Mottur geta skilgreint viss svæði í rýminu, svæðið í stofunni þar sem þú stendur og spjallar við gesti, setusvæði á skrifstofunni, borðsvæðið í borðstofunni, gönguleið frá forstofunni. Motta: Grand frá Nordal. Húsgagnahöllinni.

Hreinsaðu upp

Eru börnin búin hella einhverju niður á gólfið eða ákvað hundurinn að misþyrma uppáhalds bangsanum með tilheyrandi bómullarregni? Eftirleikurinn inniheldur kúst, rykkúst, ruslapoka, moppu og kannski jafnvel ryksugu. Ef slysið eða slátrunin átti sér stað nærri mottu kemstu mögulega upp með að hrista bara mottuna úti á tröppum. Almenn umhirða fer annars auðvitað eftir umgangi og heimilisaðstæðum. Vikuleg ryksugun ætti að duga til að fjarlægja ryk. Af og til, þegar veður leyfir getur verið góð hugmynd að hengja mottuna út og banka hana. Ef slys á sér stað og vökvi hellist niður, fjarlægðu blettinn strax. Notaðu klút til að þerra upp allan vökva en til að fjarlægja raunverulega blettinn er ráðlegt að nota mild, viðurkennd hreinsiefni og fylgja leiðbeiningunum. Og þegar illa fer og blettur myndast … ímyndaðu þér bara kostnaðinn ef þetta hefði verið gólfefni yfir alla íbúðina!

Eru börnin búin hella einhverju niður á gólfið eða ákvað hundurinn að misþyrma uppáhalds bangsanum með tilheyrandi bómullarregni? Mottur: Nirmal. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.

Verndaðu gólfefnið

Harðparket eru vinsæl en þau geta verið heilmikil  fjárfesting. Það er þess virði að vernda svo dýr gólfefni þar sem mikið mæðir á þeim; eins og undir borðstofuborði þar sem rispur frá borðstofustólum geta fljótlega látið sjá sig. Hvort sem þú ert með harðparket, dúk eða jafnvel gólfteppi getur motta hjálpað til við að vernda gegn blettum og sliti. Gólfið á ganginum, gólfið milli svæða og við innganga eru venjulega svæði sem mikið mæðir á og þar slitna gólfefnin því gjarna meira. Notaðu mottur eða renninga á þessi svæði til að koma í veg fyrir að umgangurinn skilji eftir sig ummerki og slit á gólfinu. Þannig eykur þú líkurnar á því að gólfefni þitt slitni jafnar yfir allt og endist því mun lengur í stað þess að þú sitjir uppi með gólfefni sem er heilt nema á örfáum svæðum. Slit á þessum svæðum duga nefnilega alveg til að þú þurfir að skipta út gólefninu í öllu rýminu (milli þröskulda). Þótt það komi fallega út að vera með litla mottu sem hylur lítið svæði skaltu skoða að taka næstu stærð fyrir ofan til að verja gólfið á stærra svæði ef rýmið leyfir. Settu mottu yfir svæði með mikinn umgang, svo sem setustofuna eða á svæðum þar sem börnin leika sér eða borða. Þær eru líka flottur valkostur undir stóla og jafnvel skrifborðsstóla í staðinn fyrir misfallegar plastgólfhlífar.

Settu mottu yfir svæði með mikinn umgang. Þær eru líka flottur valkostur undir stóla og jafnvel skrifborðsstóla í staðinn fyrir misfallegar plastgólfhlífar. Motta: Grand frá Nordal. Húsgagnahöllinni.

Settu mottu á mottu

Langar þig í mottu í stórt rými en hún er einfaldlega of dýr í þeirri stærð sem þig langar? Þarna gæti nýst þér hugmyndin að “lagskipta„ mottum. Finndu mottu í hlutlausum tóni í réttri stærð fyrir herbergið og leggðu minni stærð af mottunni sem þú elska ofan á. Þú munt fá ávinninginn fyrir hluta af kostnaðinum. Lagskipting og mynstur hafa verið vinsæl undanfarið. Gólfmottur eru hagkvæm og skemmtileg leið til að færa þennan tískustraum inn á þitt heimili. Mottu má setja á hvaða tegund gólfs sem er – já, jafnvel gólfteppi! Þú getur bætt við mynstri, prófað andstæð mynstur, lagt mismunandi liti hvern á annan til að koma dýpt í hönnun heimilisins. Hafðu stærðarhlutföll þó í góðu samræmi því þótt motta dugi ekki ein og sér getur komið skringilega út að leggja of litla mottu ofan á of stóra eða öfugt. Ef gólfið er teppalagt geturðu hins vegar lagt flestar stærðir af mottu ofan á og fengið útkomuna sem þú vildir.

Þú getur bætt við mynstri, prófað andstæð mynstur, lagt mismunandi liti hvern á annan til að koma dýpt í hönnun heimilisins. Mottur: Jute, nokkrar gerðir. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.

Njóttu listar

Falleg motta getur virkað eins og málverk, með allt frá skræpóttum pensilstrokum, villtum röndum, kroti og teikningum að vélprentuðu, endurteknu mynstri. Mottur geta verið listaverk — listaverk hönnuð til að ganga á. Motta með djörfu mynstri verður brennidepill rýmisins. Mundu þó þegar þú skapar áhugaverðan brennidepil að halda öllu í góðu jafnvægi fyrir augað. Motta í réttum tónum getur tengt litina í gardínunum við húsgögnin. Þú getur líka prófað mottu í andstæðum lit til að gera húsgögnin frekar að miðpunktinum. Það eru engin takmörk fyrir því hvað listrænn mottuhönnuður getur skapað. Motta getur einnig hjálpað þér að skapa þér þinn eigin persónulega stíl þar sem og þegar ekki er í boði t.d. að hengja upp listaverk eða mála. Ef herbergi vantar eitthvað örlítið aukalega, getur falleg motta verið akkúrat það sem vantar.

Falleg motta getur virkað eins og málverk, með allt frá skræpóttum pensilstrokum að vélprentuðu, endurteknu mynstri. Motta með djörfu mynstri verður brennidepill rýmisins. Motta: Nirmal Albani Rust. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.

Hafðu það hlýtt

Með mottu við rúmið er mýkra að stíga framúr á morgnana. Ef þú notar ekki inniskó og þarft að fara framúr á nóttunni, gætirðu viljað bæta mottu við ákveðin svæði, sérstaklega á gólfi sem verður kalt. Motta á harðviðargólfi eykur samstundis hlýju og þægindi, flestir eru sammála um að mottur séu þægilegri að standa á. Ekki aðeins er motta mýkri viðkomu, heldur tekur hún á sig örlítið af högginu við að stíga niður. Gólfmotta hefur einangrunargildi en með mottu yfir gólfinu á köldustu mánuðum heldur þú betur hitanum inni en missir hann ekki ofan í gólfið og úr rýminu. Harðparket er ekki aðeins kalt undir fótum á veturna, heldur hjálpar það síður en svo við að halda inni hita. Þetta er gefur auga leið þar sem gólfin eru köld og/eða hörð en þetta er líka eitthvað til að skoða ef þú missir hita úr rýminu án þess að vita hvers vegna.

Gólfmotta hefur einangrunargildi en með mottu yfir gólfinu á köldustu mánuðum heldur þú betur hitanum inni en missir hann ekki ofan í gólfið og úr rýminu. Mottur: Ben. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.

Skapaðu ró

Margir vita að mottur hjálpa til við að jarðtengja rými, sumir vita þetta en vita ekki hvers vegna þau vita það. Ástæðan kann að vera að vel staðsett motta getur tengt húsgögnin í rýminu, sem hjálpar til við að skapa notalegan íverustað. Til dæmis ætti stofumotta eða motta í annars konar fjölskyldurými að vera nógu stór til að stóru húsgögnin (sófi, stólar, stofuborð og slíkt) nái öll að halda sig á mottunni (að lágmarki með framfætur á henni). Góð þumalputtaregla; staðsettu mottuna undir stærsta húsgagn rýmisins til að tengja saman rýmið. Án mottunnar getur þér fundist eins og húsgögnin „fljóti“. Kannski veistu því þú þekkir Feng Shui, kannski veistu því þú finnur það á eigin líðan en motta hægir á orkuflæði heimilis og skapar ró í rýminu sem aftur skapar ró á öllu heimilinu og því ró fyrir þig.

Vel staðsett motta getur tengt húsgögnin í rýminu, sem hjálpar til við að skapa notalegan íverustað. Motta: Venus frá Nordal. Ljósm.: Atli Freyr Júlíusson.