Sítrónutart

Sítrónutart

Húsgagnahöllin í samstarfi með Davíð yfirkokk á Hótel Húsafelli tóku saman góð ráð hvernig hægt er að bera fram mat á fallegan og ekki alltaf hefðbundinn hátt.

Davíð ætlar að veita innsýn í hvernig hann velur að bera fram, hvaða liti hann velur saman og elda gómsæta rétti. Áherslan er ekki á matreiðsluna (uppskriftir fylgja fyrir áhugasama) heldur hvað er hægt að nota og hvernig skemmtilegt er að bera fram.

Sítrónu "tart" borið fram á skurðbretti

Heimabakstur með ítalskum marengs og sítrónutart, gert eins klassískt og mögulegt er

Hægt er að hafa marengsinn alveg sléttan, eða rustic

Ráð frá fagmanni: ef það kviknar í marengsinum, þá blæst þú það bara úr…það gerist af og til

Það getur verið skemmtilegt að bera þetta ekki alltaf fram á heðfbundinn hátt á kökudisk.

Það getur verið gaman að bera fram kökur á fallegu skurðarbretti

Skurðarbretti sem eru svolítið ófullkominn úr við eru einstaklega falleg undir gula sítrónutartið og kakan fær alveg að njóta sín.

Sítrónu ,,tart”

Botn – Pate sucrée

150 gr smjör – við stofuhita

35 gr flórsykur

30 gr möndlumjöl

2 gr fínt salt

½ stöng vanilla – skorin í tvennt og baunirnar skrapaðar út

250 gr hveiti

65 gr egg (ca. 1 egg)

Blandaðu öllu nema eggjunum saman í hrærivél og hrærðu þangað til massinn er orðinn samfelldur. Því næst hellir þú egginu út í og pískar það saman við í um það bil 30 sekúndur.

Pakkaðu núna deiginu inn í plastfilmu og kældu í lágmark fimm tíma áður en þú fletur það út.

Flettu deigið út í ca. 2-3 mm þykkt lag og komdu því fyrir í formi með lokuðum botni. Ýttu deiginu vel, en varlega, út í öll horn og skerðu aukadeigið af köntunum.

Kældu deigið í 30 mínútur og stingdu nokkur göt á botninn með hníf eða nál áður en þú blindbakar það (setur bökunarpappír ofan á deigið í forminu og hellir ofan á það sérstökum keramikkúlum, eða bara þurrkuðum baunum ef kúlurnar eru ekki til, áður en þú bakar deigið).

Bakaðu í forhituðum ofni við 220 gráður í 5-8 mínútur, skrúfaðu svo hitann niður á 160 og bakaðu í um það bil 10 mínútur í viðbót.

Sítrónukrem – bakað

6 sítrónur –  börkurinn rifinn af með rifjárni og safinn kreystur úr

140 gr ósaltað smjör

500 gr sykur

8 egg – pískuð létt saman

Hitaðu við vægan hita sítrónusafa, rifinn sítrónubörk og sykur í potti þangað til að sykurinn leysist upp.

Pískaðu út í eggin átta og hrærðu svo að lokum smjörið út í massann.

Helltu núna vökvanum út í bökuðu botnana og komdu fyrir í forhituðum ofni á 160°c og bakaðu í um það bil 30 mínútur, eða þar til sítrónukremið er hætt að vera fljótandi.

Taktu út og kældu niður áður en borið er fram.

Ítalskur marengs

100 gr sykur

25 ml vatn

50 gr eggjahvítur

Rétturinn er borinn fram með:

Ferskri sítrónumelíssu

Settu vatn og sykur saman í pott og sjóddu það saman þangað til það nær 121°c og er orðið að sírópi.

Á meðan það sýður þá kemur þú eggjahvítunum fyrir í hrærivél og þeytir þær hægt saman þangað til þær eru ornar loftkenndar og stífar.

Þegar hvoru tveggja er klárt þeytir þú sykursírópinu út í í lítilli bunu á meðalhraða. Þegar allt sírópið er þeytt út í eykur þú hraðann á písknum og pískar þangað til marengsinn er orðinn kaldur.

Fylgdu okkur á Instagram þar birtum við hugmyndir fyrir falleg og lifandi heimili

Hér má finna Davíð á Instagram

Takk fyrir og sjáumst í Höllinni!