Góð ráð til að velja rétta sófann

Góð ráð til að velja rétta sófann

Húsgagnahöllin í samstarfi við Sólveigu innannhúss arkitekt tóku saman nokkur góð ráð þegar kemur að því hvernig skal velja rétta sófann fyrir þig.

Stærð og tegund sófa

Hægt er að velja margar gerðir af sófum: hornsófa, tungusófa, u-sófa og svo til dæmis vera með 2+3 eða 2+1 sófasett. 

Hafið í huga hvernig sófa uppsetning hentar ykkar rými sem best. 

Stærðin getur skipt máli því sófinn má ekki „gleypa“ alla stofuna. Hann þarf að henta fyrir alla í fjölskyldunni og umfram allt vera þægilegur. 

Skoða alla sófa hér.

Litaval á sófa

Liturinn á sófanum skiptir einnig máli og þarf að huga að
því hvernig hann passar við húsgögnin sem eru fyrir á heimilinu. 

Það sem getur haft áhrif á litaval á sófanum er gólfefnið, litur á veggjum og svona almennt litaþema sem er í gangi.

Ljósgrár sófi

Ljósgráir sófar eru vinsælir því það er hægt að bæta nánast öllum litum við ljósgráa sófa.

Hérna kemur svart og kopar mjög vel út við ljósgráan sófa.

Skoða sófa

Skoða sófaborð

Skoða hliðarborð

Skoða blómapotta

Skoða kertastjaka

Skoða púða

Ólíkur stóll á móti sófanum

Stólinn sem oft er á móti sófanum, þarf ekki að vera með sama áklæði eða efni og sófinn. Það getur gert mikið fyrir rýmið að setja ólíkan stól til móts við sófann.

Minni stólar á móti sófanum sem eru ekki eins stórir um sig og fyrirferðaminni geta komið vel út og létt á rýminu.

Hérna er búið að velja meira rustic stól á móti sófanum og rustic borð.

Fallegt getur verið að hafa glerborð á móti koníaksbrúnum
sófa sem er smá grófur í sér og glerborðið gefur meiri elegant brag yfir
stofuna.

Skoða sófaborð

Skoða sófa

Skoða krukku

Skoða teppi

Skoða blómapott

Skoða hliðarborð

 

Fleiri góð ráð um val á húsgögnum í stofuna

Fylgdu okkur á Instagram þar birtum við hugmyndir fyrir falleg og lifandi heimili

Hér má finna Sólveigu innanhúss arkitekt á Instagram

Takk fyrir og sjáumst í Höllinni!