Fílar – gjöf sem gefur og gefur​

Fílar – gjöf sem gefur og gefur​

— Gjöf sem gefur og gefur —

Húsgagnahöllin hefur í þrjú ár verið stoltur söluaðili fílanna frá Elephant Parade. Við höfum með þeim hætti tekið þátt í mögnuðu starfi samtakanna sem reka m.a. hjúkrunarheimili fyrir fíla og vekja athygli á málefnum þeirra um leið, meðal annars hverfandi skóglendi og veiðiþjófnaði. Þú getur verið með!

Frá Elephant Parade eru nú komnir litlir fílar til að hengja á greinar eða jólatré. Fílarnir eru um 5 cm háir, eru úr polyresin og koma í fallegri gjafaöskju. Á fílunum er krókur og vandað gyllt band. Virkilega flott systkina- eða vinagjöf.

Fílarnir eru hrikalega sætir og eru passleg lítil gjöf sem hægt er að gefa árlega, velja einn á hverju ári fyrir þá sem eru að safna á tréð. Og jólagjafainnkaupin verða líka svo miklu einfaldari og skemmtilegri. Við höfum reyndar heyrt af því líka að Kertasníkir hafi gefið eldri börnum sinn eigin fíl til að setja á tréð á aðfangadag.

Fíllinn gleður þann sem fær hann, hann er gaman að gefa og svo á endanum gleður hann raunverulegan fíl en hluti alls hagnaðar af sölu þessara fíla rennur til björgunar fíla eins og Mosha, sem var 7 mánaða fyrsti fíllinn til að fá gervifót.

Elephant Parade var stofnað árið 2006 af feðgunum Marc og Mike Spits. Þegar þeir ferðuðust um Thaíland varð á vegi þeirra fílsungi sem hafði misst fót af völdum jarðsprengju. Fílsunginn Mosha varð innblástur að Elephant Parade en verkefnið varð til þess að Mosha fékk gervifót og lifir á hjúkrunarheimili sem feðgarnir stofnuðu fyrir fíla. Feðgarnir vildu ekki bara bjarga Mosha heldur skapa eitthvað sem yrði sjálfbær eining og héldi áfram að bjarga fílum og vekja athygli á málefnum þeirra um leið, meðal annars hverfandi skóglendi og veiðiþjófnaði.

Margir þekktir listamenn og einstaklingar hafa lagt Elephant Parade lið og skapað mynstur enda er hver þeirra algerlega sérstakur. Aðilar eins og sir Richard Branson, Ricky Gervais, Kloe Kardashian, Bryan Adams, Katy Perry, Ceet og fleiri. Yfir 1150 listamenn hafa skapað yfir 1200 fíla fyrir Elephant Parade.

                                                             Mosha