Ertu að fara að gifta þig?

Ertu að fara að gifta þig?

Brúðkaupsdagurinn er án efa einn af stóru dögunum í lífinu. Það er fátt skemmtilegra en að skipuleggja hann í alla staði og partur af þeirri skipulagningu er gjafalistinn góði. Hvað á að setja á brúðargjafalistann?

Hér koma nokkrar hugmyndir um hvað er sniðugt að óska sér og tala ég af reynslu í þessum efnum þó að það séu liðin 12 ára frá mínu brúðkaupi. Eins ótrúlegt og það er nú! En ég man að það var mjög gaman að spá og spekúlera hvað færi á þann lista. Það er líka einstaklega þægilegt fyrir gestina að geta með vissu verið að gefa hluti sem brúðhjónunin langar virkilega í.

Hér á eftir ætla ég að telja upp nokkra hluti sem gott er að hafa í huga þegar verið er að gera brúðargjafalista. Hluti sem ég hefði viljað pæla aðeins meira í fyrir 12 árum og hefði getað gert á aðeins skynsamari hátt.

Það er alltaf gott að óska eftir fallegu matarstelli en það er betra að hafa í huga nýtinguna á bak við það. Hér áður fyrr óskaði fólk oftar eftir „sparistelli“ eins og ég gerði t.d. en eftir á að hyggja hefði ég frekar valið stell sem ég hefði nota meira. Ekki bara á jólum og páskum. Við í Höllinni erum með mikið úrval af fallegum stellum sem hægt er að poppa upp í sparibúning og einnig nota hversdag.

 

Bitz matarstell

Bitz stellin er dásamlega falleg og litrík, koma í mörgun litasamsetningum, skemmtilegast við þau er að blanda saman ólíkum litum. Svarta stellið er eitt með því vinsælasta hjá okkur í Höllinni og oft eru teknir aukahlutir í öðrum litatónum. Þegar ólíkum litum er blandað saman býður það upp á borðhald sem hægt er að breyta að vild eftir árstíð og skapi. Hægt er að skoða Bitz matarstellin hér.

 

 

Broste Copenhagen matarstell

Broste Copenhagen matarstellin eru í uppáhaldi hjá mér. Broste Copenhagen er rótgróið danskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1955. Matarstellin þeirra eru æðisleg og það koma nýjar vörur reglulega og aukahlutir bætast inn í þau eldri. 

 

Nýjasta stellið frá Broste Copenhagen, Sandvig. Það er úr postulíni og er alveg einstakt, sérlega fallegt og fínlegt.

 

Broste Copenhagen Tisvilde er einnig annað að nýjustu stellunum og er úr postulíni. Dökkgrái liturinn minnir á sand og áferðin er mött og gróf utan á en gljáandi á yfirborðinu.

Broste Nordic stellin eru þrjú stell í mismunandi litum, hafa verið til í mörg ár og eru afar vinsæl. Litirnir eru Sand, sem er ljós litur en getur verið margbreytilegur, stundum grárri og stundum brúnni. Það fer eftir tímabili framleiðslunnar þar sem leirinn getur verið mismunandi eftir árstíðum. Það sama á við Sea litinn sem er gráblár. Sundum er hann grárri, stundum grænni eða blárri. Coal liturinn er alltaf eins; grásvartur. Það er gott að hafa þetta í huga við val á þessum matarstellum. Þau eru öll falleg ein og sér og svo er skemmtilegt að blanda þeim saman þar sem litirnir bjóða upp á það og tengjast á sinn hátt.

Glös – Iittala, Broste og Vidivi

Glös eru einnig vinsæl og nytsamleg vara á brúðargjafalista. Það er nefnilega alltaf hægt að bæta við sig glösum. Við í Höllinni erum með mikið úrval af allskyns glösum frá frábærum framleiðendum. Iittala Essence línan er alltaf vinsæl og glösin frá þeim eru einstaklega falleg og tímalaus í hönnun. Ultima Thule línan frá Iittala er líka æðisleg og þar er hægt að fá skálar og allskyns stærðir og gerðir af glösum.

Broste glösin eru æðisleg og fullt af flottum týpum að bætast í hópinn. Einnig eru glösin frá ítalska merkinu Vidivi geggjuð í eldhúsið og á alveg ótrúlega góðu verði. Set hér inn nokkrar myndir af uppáhaldsglösunum mínum sem hafa gefið mjög góða reynslu í gegnum árin hjá okkur. Glös í öllum stærðum og gerðum

 

 

Borðbúnaður, eldhúsvörur og mjúkvörur í svefnherbergið

Annað sem er skemmtilegt að setja á brúðargjafalista er borðbúnaður. Það er alltaf gaman af fá falleg hnífapör, salatsett eða flotta hnífa (þó það sé gömul mýta að það megi ekki en við tökum ekki mark á því). Þetta eru nefnilega hlutir sem alltaf er hægt að nýta í eldhúsinu. Hér er hægt að sjá allt það úrval sem til er hjá okkur í Höllinni; eldhúsvörur. Einnig erum við með falleg sængurver, lök, rúmteppi og sængur, allt í svefnherbergið.

Gjafakort

Það er alltaf sniðugt að óska eftir gjafakorti. Þá geta brúðhjónin valið sér nákvæmlega það sem þau vilja og einnig nýtt þau í stærri hluti því Höllin býður upp á endalausa möguleika af fallegum og vönduðum vörum fyrir heimilið og oftar en ekki vantar fólk stærri hluti eins og sófa, stóla og borð en það getur verið erfiðara fyrir gesti að framkvæma þau kaup (nema þá að margir slá saman í gjöf). Þarna geta gjafkort verið frábær hugmynd!

Að öllu sögðu og skrifuðu er þetta dagurinn ykkar, brúðhjónanna og við gerum allt sem við getum til þess að gleðja ykkur á þessum degi.

Við í Höllinni höfum lagt mikið upp úr því að starfsfólk okkar geti leitt ykkur í gegnum val á fallegum gjöfum fyrir brúðkaupið og heimasíða okkar er með mjög einfalda leið fyrir brúðhjón að setja vörur á lista og gesti að velja vörur af lista. Brúðhjón fá 15% inneign af öllu sem verslað er af brúðargjafalistanum og svo drögum við tvenn heppin brúðhjón sem fá veglega gjöf.

Hægt er að sjá nánar um tilvaldar brúðkaupsgjafir hérna