Vertiplants – made from plants

Vertiplants – made from plants

Verti Copenhagen veggvasar

Verti Copenhagen er nýtt vörumerki hjá okkur í Höllinni. Við vorum á sýningu í París í janúar og kolféllum fyrir þessum fallegum veggvösum og hugmyndafræðinni á bakvið hönnunina. Fyrirtækið er í eigu danskra hjóna, Rikke and Jens Raecke. Þau voru á sýningunni að kynna vörumerkið sitt og það var einstaklega áhugavert og skemmtilegt að hlusta á þau tala af ástríðu um framleiðsluna og það var auðsjáanlegt að sjálfbærni skipti þau miklu máli. Þeirra stefna er að efla ímyndunarafl fólks og sköpunargleði með hönnun og stílhreinum lausnum. Framleiðslan fer fram í Danmörku í verksmiðju sem er rekin af vind- og sólarorku og veggvasarnir eru hannaðar úr pressuðum plöntumassa og því er hægt að segja „Vertiplants – made from plants“.

Verti veggvasarnir koma í tveimur stærðum; 30×30 cm og 15×15 cm. Minni stærðin kemur í mörgum litum og það má raða þessum einingum saman eins og púsli eða nota stakar.

Hægt er að skoða allar Verti vörur hér: https://husgagnahollin.is/brand/verti/

Þessar einingar eru líka snilld í forstofuna, fyrir lyklana, sólgleraugun og allt þetta sem maður lætur frá sér um leið og maður kemur inn. Það er hægt að fá spegla í sömu stærðum og lok í nokkrum gerðum ofan á vasana. Hægt er að fá nokkrar gerðir af veggplöttum bæði með pinnum til þess að hengja skartgripi á og svo með snögum. Með þessu verður notagildið mun meira.

Í svefnherbergið

Stærri gerðin af veggvösunum eru í stærð 30×30 cm og eru til í svörtu, gráu og hvítu. Þeir henta vel undir plöntur, tímarit og aðra hluti. Einnig er sniðugt að nota veggvasana sem náttborð með því að setja lok ofan á.

Verti veggvasarnir eru líka til sem ljós. Bæði eru til lítil og stór ljós í hvítu og svörtu. Þá getur verið flott að setja saman einingar með ljósi, speglum og veggvösum sem nýtist t.d. vel í anddyri, baðherbergi og fleira.

Í anddyrið

Við í Höllinni erum alveg rosalega skotin í þessum vörum og einnig erum við stolt af því að taka þátt í því að gera heiminn okkar grænni. Hér er hægt að sjá hvernig framleiðslan fer fram á Verti Copenhagen vörunum; Framleiðsla Verti Copenhagen